Djúphreinsun húðarinnar

24 September 2012 Einý Gunnarsdóttir

Með djúphreinsivörum hreinsast yfirborð húðarinnar betur en með daglegum hreinsivörum.

Djúphreinsar hreinsa yfirborð húðarinnar af dauðum og þurrum hornlagsfrumum og gefa húðinni fallegri áferð og örari endurnýjun. Til eru margs konar djúphreinsar og hægt er að flokka þá í kornakrem, slípunarkrem og efni sem hreinsa án núnings.

Fyrir keppendur er það nauðsynlegt að vera með fallega húð. Gott er að nota djúphreinsi í sturtu 1-2 í viku upp á að fjarlægja dauðar húðfrumur og örva blóðrásar og sogæðakerfi húðarinnar.

Að djúphreinsa húðina er lykilatriði í að ná brúnnkunni á keppnisdag jafnri og fallegri. Í keppnisvikunni er mikilvægt að skrúbba húðina 2 sinnum og bera svo á sig gott rakakrem. Daginn sem að bera á brúnnku er gott að létt skrúbba líkamann og bera svo á sig milt rakakrem. Gæta þarf þess að rakakremið fari alveg inn í húðina áður en brúnnkunni er spreyjað á, annars geta myndast rákir.

Það sem að þarf að hafa í huga þegar djúphreinsir er notaður:

  • Ekki nota djúphreinsinn of oft, má ekki erta húðina of mikið
  • Ekki nota á sólbrennda húð
  • Ekki nota á mjög viðkvæma húð
  • Ekki nota á acni húð (hætta á að rífa ofan af bólum)
  • Ekki nota á sár