Bikarmót IFBB 2012

30 September 2012 Konráð Valur Gíslason

Nú styttist heldur betur í Bikarmót IFBB á Íslandi. Fólkið í cuttinu er líklegast með á hreinu að það eru einungis 6 vikur og 5 dagar í mót þegar þetta er skrifað.

Mótið verður haldið í Háskólabíói dagana 16. – 17. nóvember næstkomandi.

Íþróttafitness verður kynnt aftur til sögunnar eftir nokkra ára hlé og verður gaman að fylgjast með því. Hægt er að kynna sér betur málið um íþróttafitness á vef Fitness frétta.

Iceland Fitness ætlar að sjálfsögðu að vera á staðnum að fylgjast með, taka viðtöl við keppendur og birta úrslit.

Nánari upplýsingar og skráning á mótið er á vef Fitness frétta.