World Juniors & Masters Championships

13 December 2012 Konráð Valur Gíslason

World Juniors & Masters Championships verður haldið í Ungverjalandi, nánar tiltekið í borginni Budapest, helgina 14. – 17. desember næstkomandi. Þetta mót verður sífellt stærra í sniðum og að þessu sinni eru 350 keppendur frá 50 löndum skráðir til leiks. IFBB á Íslandi mun að þessu sinni senda fjóra fulltrúa á mótið en það eru:

 

Una Margrét Heimisdóttir – Junior woman bodyfitness + 163 cm flokkur

Elva Katrín Berþórsdóttir – Junior woman bikinifitness opinn flokkur

Kristín Kristjánsdóttir – Master woman Bodyfitness + 45 ára flokkur

Linda Jónsdóttir – Master woman Bodyfitness + 45 ára flokkur

 

una margrtUna Margrét keppti seinast á Bikarmótinu í nóvember 2012 og vann þar unglingafitness flokkinn og er óhætt að segja að hún sé í sínu besta formi í dag og verður gaman að sjá hvernig hún stendur sig á sínu fyrsta móti erlendis.

 

Elva Katrín keppti seinast á Evrópumeistarmóti unglinga og náði 2. sæti í sínum flokki sem er vægast sagt frábær árangur. Elvu Katrínu og Stefania Bia sem lenti í 2. sæti á Womans World er fyrirfram spáð harðri keppni um 1. sætið í flokknum, Það er ekki annað hægt en að búast við miklu af Elvu.

 


elva katrn og kristn krKristín Kristjánsdóttir hefur verið í fremstu röð í sínum flokki um árabil og er fyrirmynd margra kvenna í fitness. Kristín keppti seinast á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Santa Susanna á Spáni nú í vor. Kristín vann þar sinn flokk með yfirburðum og varð þar með fyrsti Evrópumeistari Íslendinga í fitness. Kristín þykir sigurstrangleg í sínum flokki.

 

linda jnsdttirLinda Jónsdóttir keppti seinast á Bikarmóti IFBB 2012 og tók annað sæti í + 35 ára flokknum. Linda mun keppa, ásamt Kristínu, í + 45 ára fitness flokknum. Linda er að keppa á sínu fyrsta móti á erlendis og verður gaman að sjá hvernig hún spjarar sig.

 

Við óskum öllum íslensku keppendunum góðs gengis og við munum reyna að færa ykkur fréttir um leið og úrslit verða kunn.