Arnold tekur á móti
Arnold tekur á móti

Dagur 2 í Madrid

12 October 2012 Konráð Valur Gíslason

Þá er degi 2 í Madrid að ljúka. Dagurinn var tekinn snemma og mætt í Pabellon De Cristal de la Campo þarf sem fram fór vigtun og hæðarmæling.

Það er alltaf gaman að mæta í vigtunina og skoða aðeins hina keppendurna og þá sérstaklega vaxtarræktarkonurnar en þær gefa strákunum lítið eftir í vöðvamassa og skurð.

Við hittum Rafael Santonja forseta IFBB og lýsti hann yfir aðdáum sinni á íslensku stelpunum og árangri þeirra. Stelpurnar hafa lennt í smá vandræðum með matinn hér í Madrid en tvisvar hafa þær reynt að panta sér nautalund á veitingastað en vegna tungumálaörðuleika hafa þær ekki fengið matinn eins og þær vilja sem hefur svo komið út í pirring en fyrir þá sem ekki vita þá er svangur fitness keppandi aldrei skemmtilegur. :)

Það er mikilvægt síðustu dagana fyrir mót að sodium, kalium, vatnsinntaka og kolvetni séu í réttum hlutföllum til þess að keppandi "toppi" á réttum tíma, þ.e.a.s. mæti á sviðið með fyllingu í vöðvum og lítinn vökva undir húð.

Restin af deginum fór svo í að æfa pósurnar, bera á sig keppnislitinn og borða.

Keppendur munu svo vakna kl 4.00 í nótt til að byrja að gera make up-ið og setja í sig greiðslu. Það er svo mæting kl 9.00 í fyrramálið upp í keppnishöll og fyrst á svið verður Hafdís Elsa í junior woman bodyfitness og svo byrja stelpurnar í bikini fitness flokkunum kl ca. 11.30.

Ég mun verða á staðnum að mynda keppendur og taka viðtöl.