Magnea keppir á Arnold Classic Europe
Magnea keppir á Arnold Classic Europe

Womans World Championships & Arnold Classic

09 October 2012 Konráð Valur Gíslason

Jæja þá er heimsmeistaramóti kvenna í Bikini Fitness lokið. Mótið var haldið í Póllandi og áttu íslendingar 3 fulltrúa á mótinu.

Aðalheiði Ýr, sem fyrirfram var spáð mjög góðu gengi á mótinu, Margrét Eddu Gnarr sem lenti í fjórða sæti í sínum flokki á Arnold Classic Amateur USA í apríl á þessu ári og Elínu Ósk Kragh sem var að keppa á sínu fyrsta móti á erlendum vettvangi.

Árangurinn var ekki eins og vonast var eftir og virðist sem dómgæslan í Bialystok hafi ekki verið eins og við höfum átt að venjast hér heima og á mótum í Bandaríkjunum, Danmörku, Noregi og fleiri stöðum. Í Bialystok virðist sem skurðurinn hafi skipt öllu máli sem er skrítið þar sem mjög oft hafa stelpur verið dæmdar niður fyrir of mikinn skurð í þessum flokki.

Ég er sammála dómurunum að stelpurnar í efstu sætunum hafi verið mjög góðar en aðrar stelpur í flokknum sem voru að skora mun hærra en þær íslensku voru margar hverjar hálf veikburða að sjá, svo grannar voru þær.

Einmitt þegar manni fannst vera komin góð lína á hvað hvað væri æskilegt útlit á bikini fitness flokkinn þá gerist eitthvað svona.
En ekki er öll von úti enn því næsta laugardag er Arnold Classic Amateur Europe í Madrid Spáni og IFBB á Íslandi mætir með gott lið til leiks:

Vaxtarrækt karla öldungaflokkur:
Magnús Bess.

Figure fitness unglingaflokkur:
Hafdís Elsa Ásbergsdóttir.

Figure fitness:
Einhildur Gunnarsdóttir,
Hugrún Árnadóttir
Alexandra Sif Nikulásdóttir

Bikini fitness:
Magnea Gunnarsdóttir,
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir,
Elín Ósk Kragh,
Margrét Edda Gnarr,
Karen Lind Richardsdóttir Thompson,
Margrét Lára Rögnvaldsdóttir
Kristín Guðlaugsdóttir

Ég ætla að skella mér með til Spánar og mynda allt saman og taka viðtöl við keppendur. Ég efa það ekki að okkur mun ganga betur í Madrid.

Bestu kveðjur,

Konráð Valur Gíslason