Pósunámskeið fyrir Bikarmót 2013

29 August 2013 Konráð Valur Gíslason

Næsta póstunámskeið hefst laugardaginn 14. september næstkomandi.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem ætla sér eða langar að keppa í módel fitness, fitness eða vaxtarækt.

 

Síðustu námskeið hafa gengið mjög vel og er árangurinn samkvæmt því.

Farið verður yfir:

  • framkomu
  • stöður, pósur og rútínur
  • göngulag
  • ráðleggingar varðandi val á fatnaði, skóm og keppnislit og alla þá þætti sem bæta öryggi og framkomu á sviði.

Kennanar eru allir þaulreyndir í fitnessgeiranum en það eru:

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Konráð Valur Gíslason og Magnús Samúelsson.

Skráning er hafin á netfanginu: skraning@ifitness.is

Takið fram nafn, síma og keppnisflokk.