Kristbjörg Jónasdóttir skrifar undir samning við Qnt í Belgíu

07 February 2013 Konráð Valur Gíslason

Í janúar 2013 skrifaði Kristbjörg Jónasdóttir (Kris J) undir samning við QNT í Belgíu þar sem hún mun verða eitt af andlitum fyrirtækisins í evrópu og ef vel gengur einnig í USA.

QNT var stofnað árið 1988 í Belgíu og selur í dag vörur í yfir 40 löndum. Fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslur á sem flestar íþróttir, allt frá hjólreiðum til vaxtarræktar.

 

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskur módelfitness keppandi semur beint við stóran erlendan fæðubótarefnaframleiðanda.

Helstu stjörnur QNT eru Colin Jackson (frjálsar íþróttir), Mark Foster (sund), Kris Cormier (vaxtarræktar-legend) og Noemi Oláh (2010 Arnold classic miss bikini champion) og nú Kristbjörg Jónasdóttir.

rsz 3kris j2Til að byrja með mun Kristbjörg leysa Noemi Oláh af hólmi á fitness expo í París helgina 22-24 mars þar sem hún mun vera í QNT básnum að selja og árita myndir af sér og einnig mun hún koma fram á stóra sviðinu og sýna pósur.

QNT er nú að fara að birta myndir af Kristbjörgu í frönskum blöðum sem auglýsingu fyrir expoið. Ef Kristbjörg stendur sig vel mun hún einnig vera í QNT básnum á FIBO vörusýningunni í Þýskalandi 11-14 apríl og árita myndir og kynna sjálfa sig og QNT.

FIBO vörusýningin er sú stærsta sinnar tegundar í evrópu og er því ljóst að þetta mun verða mjög góð kynning fyrir Kristbjörgu.

Kristbjörg hefur keppt tvisvar sinnum hér heima

2010 Bikarmót IFBB módelfitness 2.sæti

2011 Íslandsmót IFBB módelfitness 2.sæti

og tvisvar sinnum erlendis

2011 Arnold classic europe bikini fitness 2.sæti

2012 Heimsmeistaramót WBFF 5.sæti.

Á hvaða móti Kristbjörg keppir næst mun koma í ljós á næstu vikum.

 Þess má geta að myndirnar sem notaðar eru í auglýsingarnar fyrir QNT í Frakklandi voru teknar af Kristjáni Frey áhugaljósmyndara.