Fyrirlesturinn er haldinn í World Class Laugum
Fyrirlesturinn er haldinn í World Class Laugum

Hámarks árangur með réttu hugarfari!

26 October 2012 Konráð Valur Gíslason

Fyrirlestur fyrir keppendur og áhugafólk um fitness og vaxtarrækt verður haldinn sunnudaginn 4. nóvember kl. 14 í World Class Laugum.

Fjallað verður um ýmsa þætti sem ýta undir bætt sjálfstraust og minnka streitu hjá keppnisíþróttafólki til að ná hámarks árangri á æfingartímabilinu sem og á keppnisdegi. Rætt verður um þætti eins og framkomu, einbeitingu, sjálfstal og hlutverkaleikinn-"gott sjálfstraust". Einnig verður farið yfir eftirkeppnis - þunglyndi, hvernig eigi að koma í veg fyrir það og hvenær sé kominn tími til að leita sér hjálpar.

Verð er 1800kr og greiðist við komu.

 

Fyrirlesari er Anna Sigurðardóttir:
Anna stundaði Cand.Psych sálfræðinám við Háskólann í Árósum og starfar nú hjá Heilsustöðinni, sálfræði- og ráðgjafaþjónustu. Síðastliðin ár hefur hún haldið fjölda fyrirlestra fyrir almenning, íþróttafólk og fyrirtæki m.a um jákvætt hugarfar, markmiðasetningu, heilsusamlegt líferni og hvernig hægt er að hámarka árangur með auknu sjálfstrausti og streitustjórnun. Anna hefur starfað sem einkaþjálfari og þolfimikennari víða um evrópu á 20 ára tímabili og er fyrrum afreksíþróttakona í suður-amerískum dönsum, Fitness og þolfimi. Áhugi hennar snýr að öllu sem viðkemur líkamlegri og andlegri heilsu, sem og þeim fjölmörgu þáttum sem koma að því að bæta lífsgæði, hamingju og vellíðan.