Chocolate casein pudding

Casein pudding made by Heidi Ola.

 

Í búðinginn þarftu:

1 skeið af súkkulaði casein próteini (ég nota Casein92 frá QNT).
300 ml vatn
5-7 frosin jarðaber
1 msk frosin bláber
ca. 1/3 af frosnum banana

Aðferð:

Próteinið er sett í skál og bætt vatni við. Við viljum að hann verði smá þykkur í sér, svona eins og búðingur.

Hræra svo vel með skeið eða písk (pískur er ekki nauðsynlegur með próteininu sem ég nota, koma engir kekkir).

Svo er bara að skella ávöxtunum út í og setja í kælir í smá stund. Þá stífnar hann aðeins meira og ávextirnir linast smá.


Stundum er ég svo óþolinmóð að ég borða hann bara strax :)
Einnig er hægt að gera búðinginn strax eftir kvöldmat og láta hann standa í kæli í 2-3 tíma og gæða sér svo á kvöldnaslinu seinna um kvöldið.

Þegar ég er að skera niður fyrir mót þá fæ ég mér búðinginn alveg á kvöldin líka nema sleppi ávöxtunum. En það má líka setja í hann smá stevia dropa ef maður vill peppa bragðið enn meira upp.