Arnold Classic, þriðji dagur í Madrid

13 October 2012 Konráð Valur Gíslason

Þá er föstudagurinn langi loks á enda runninn. Dagurinn var tekinn snemma eða kl 5.00 um morguninn eftir aðeins þriggja tíma svefn.

Þá höfðu bikini fitness stelpurnar reyndar verið vakandi í 1 klst og byrjaðar að setja á sig make-up og setja í sig greiðslu. Það vill svo skemmtilega til að það er hárgreiðslumeistari í hópnum og snyrtifræðingur sem er snillingur í make-upi þannig að stelpurnar gátu hjálpast að í undirbúningnum.

Síðustu klukkustundirnar fyrir mót eru stelpurnar aðallega að borða þurr kolvetni eins og bakaðar kartöflur, hrískökur og jafnvel hreinan glucosa sem er bleytt upp í með smá vatni. Þær eru mjög hrifnar af því að smyrja glucosanum á hrískökurnar og borða eins og sælgæti.

Undirbúningur fyrir svona mót er mjög misjafn en algengt er að taka svokallaða kolvetnislækkun nokkrum dögum fyrir mót þar sem kolvetnin eru minnkuð verulega en prótein og fita aukin á móti. Kolvetnishleðsla er svo tekin 1-2 dögum fyrir mót og ræðst magn kolvetna í hleðslunni á þyngd "lean body mass" viðkomandi. Einnig þarf að skoða reglulega keppandann á meðan á hleðslu stendur til þess að gæta að viðkomandi sé að fá nóg af kolvetnum, þ.e.a.s að hleðslan sé að skila sér. Ef keppandinn fær ekki nóg mun hann virka flatur á sviði en ef hann er að innbirgða of mikið er hætt við því að vatnast og virka þannig smá "feitur" á sviði, þarna koma reyndar inn fleiri þættir eins og vatnsinntaka og sodium inntaka.

En já stelpurnar borðuðu sín kolvetni á milli þess sem þær máluðu sig, báru á sig brúnkukrem og settu í sig greiðslu. Það var mæting upp í höll klukkan 9.00 að staðartíma og er alltaf góð regla fyrir keppendur að mæta snemma til að ná sér í gott pláss á upphitunarsvæðinu.

Hópurinn mætti kl 8.45 og beið fremst í röðinni. Fyrst íslendinganna á svið var Hafdís Elsa í unglingafitness. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi flokkur er á Arnold Classic og mættu aðeins 5 stelpur að þessu sinni. Hafdís mætti í sínu besta formi og endaði í 3. sæti. Það heyrðist reyndar nokkrar óánægjuraddir úr salnum yfir því að Hafdís skyldi ekki taka annað sætið.

Næst tóku við bikini fitness stelpurnar. Fyrst á svið var Kristín Guðlaugsdóttir í -163cm flokki. Flokkurinn taldi rúma 20 keppendur og komst Kristín inn í topp 15 á sínu fyrsta móti erlendis, mjög efnileg stelpa þarna á ferð.

Næst var það -168cm flokkurinn og þar var Margrét Edda Gnarr og Elín Ósk að keppa. Þessi flokkur var með rúmlega 20 keppendur og fór það svo að Margét Edda komst í topp 15 á sínu öðru Arnold Classic móti. Elín var að keppa á sínu öðru móti  erlendis og grunar mig að það verði ekki hennar síðasta.

Síðasti bikini fitness flokkurinn var svo +168cm þar sem Aðalheiður Ýr, Magnea Gunnarsdóttir sem keppti þrátt fyrir að vera með ælupest á mótinu, Margrét Lára og Karen Lind kepptu í flokk sem taldi einnig rúmlega 20 manns. Allar komust þær í topp 15 og fór svo að lokum að Aðalheiður komst í topp 6 og endaði í sjötta sæti.

Eftir mótið var svo kíkt á expo-ið og skoðað allt það nýjasta í fitness heiminum í dag og auðvitað smakkað langþráð nammi og sætabrauð eftir ca. 12 vikna undirbúning.

Á morgunn keppa svo Einhildur, Hugrún og Alexandra í bodyfitness og Magnús Bess í vaxtarrækt.