Day 4 at the Arnold Classic 2014, blog by Olga Helena (icelandic)

05 March 2014 Konráð Valur Gíslason

Dagur 4 byrjaði á því að Hlynur Kristinn átti að keppa kl 8.00 í Veterans Memorial.

Hann var því mættur óvenju snemma til að lenda ekki í sama misskilningi og daginn áður. Hlynur var búinn að kaupa sér síðar stuttbuxur og búinn að æfa aðeins pósurnar fyrir Men´s Physique.

Hlynur  stuttbuxumÞað er skemmst frá því að segja að Hlynur var settur fram á svið með vitlausum hæðarflokki. Hlynur var ca 5cm hærri en hæðsti maður á sviðinu og síðar kom í ljós að dómararnir voru ekki einu sinni með nr. hans á skorblaðinu sínu. Hann var því ekki dæmdur. Mikið svekkelsi fyrir Hlyn að vera kominn alla þessa leið með tilheyrandi kostnaði og lenda svo í þessu:(

 

En dagurinn var nú ekki búinn hjá Hlyn, bílaleigubíllinn sem hann og Christel höfðu leigt sér var svo dreginn burt á meðan þau voru stödd á expo-inu og varð Christel að kveikja á sjarmanum til að fá lögregluna á staðnum til að skutla þeim að ná í bílinn. einstaklega hjálpsamt fólk hér í Columbus.

 

 

scitech myndatakaÁ meðan á þessu stóð átti Magnea að fara í myndatöku fyrir SciTech í Fitness Corazon. Corazon er svona Hapton þeirra Columbus manna, einstaklega fallegt umhverfi og bara villur þar allt um kring. Corazon er staðsett í uþb 1klst fjarlægð fyrir utan bæinn. Þannig að Konni sá um að skutla henni en með rangar upplýsingar í gps-inu fór hann klst í vitlausa átt og kom Magnea því 2klst of seint í myndatökuna. Ljósmyndarinn var hinn rólegasti yfir þessu öllu saman og gaf sér góðan tíma í að ná sem bestu myndunum.

 Á meðan á tökunni stóð kom afgreiðslustelpan í Fitness Corazon og tjáði Konna að hún hefði fæðst á Íslandi, pabbi hennar hafði gegnt herþjónustu á Íslandi og hafði mamma hennar átt hana á meðan á þeirri þjónustu stóð. Alls staðar eru tengingar við Ísland.

Olga og Heia  OutbackÉg, Heiða og Kristín dvöldum upp á hóteli, horfðum á ameríska matreiðsluþætti og undirbjuggum laugardaginn en þá áttu Heiða og Magnea einmitt að fara að keppa í úrslitunum.

 

Um kvöldið var svo farið að borða á Outback steikhúsinu þar sem Heiða og Magnea fengu steik og kartöflu en við hin fengum loksins að leyfa okkur smá.

Þar til næst..