Arnold Classic Europe 2013. Dagur 2 og 3.

12 October 2013 Konráð Valur Gíslason

Dagur 2!
Byrjuðum daginn á brennsluæfingu með morgunskokki um Madrid í 27C hita.

Næst var farið uppá herbergi og gerðum við okkur reddí fyrir mælingu sem fara átti
fram á mótstað,

nestið var einnig gert tilbúið, þar sem ferðinni var heitið í verslunarleiðangur og svo beint í efri líkama-pump eftir snögga mælingu.

 

Við mættum galvaskar upp í höll en ferskleikinn var fljótur að dvína þar sem við sáum að þar beið okkar löööng biðröð!!

Fimm tímum síðar var gleðinni tekið á ný og verslunarpúkinn í okkur fékk að skína í risastóru, sjúku malli :D

Næst var ferðinni heitið upp á hótel og tekin góð pump æfing með allskyns áhöldum: teygjum, stólum og svo sipp og handstöður á ganginum.

Svo loksins var byrjað að carba!(kolvetnishleðsla)

mynd2

 

mynd3 ml

 

Dagur3!! Expoið!
Dagurinn byrjaði rólega með matarhleðsluskipulagningu og súpermarkaðsrölti sem
er allt í einu orðið eitt helsta áhugamál fitnesshópsins..

Mynd
6 - supermarkaður

Þá var komið að því að skvísa sig upp fyrir expoið með smá makeup og hárupphitun fyrir Arnoldkeppnina sjálfa.

Farið var í taxa en gekk það ekki eins vel og morgunundirbúningurinn.. Fyrsti taxinn skutlaði okkur í ranga höll og sá næsti villtist á leið..

Klukkutíma, 25 evrum og nokkrum pirringsrökræðum síðar vorum við loksins mættar á Expoið. Og viti menn, það fyrsta sem við sáum þegar við gengum inn í höllina Palac de Cristal var engin önnur en Natalia Melo! Við spjölluðum við hana og fengum auðvitað myndir af henni með okkur :D Ótrúlega flott og almennileg.

Myndir
– 7,8 og 9

Expoið var góð generalprufa fyrir morgundaginn þar sem athyglissýkin fékk sko að blómstra, fólk streymdi að hópnum og komumst við ekki úr stað fyrir myndartökum.
Pósur og bros voru því vel æfð og egoið tibúið fyrir sviðið sem beið okkur
daginn eftir.

Myndir
afgangur: Fullt af Expomyndum

Kvöldið einkenndist svo af keppnisundirbúningi, litlir kolamolar sprangandi um naktir inná hótelherbergi að bera á sig sótsvartan keppnislit.

Mynd
Tan

Jæja komin tími á svefn, rise eldsnemma í fyrramálið!

Mótið er á MORGUN!!