Kris J - Body and Fitness expo í Frakklandi

24 March 2013 Konráð Valur Gíslason

Kris J skrifaði undir samning við QNT fæðubótarefna fyrirtækið í janúar 2013 og síðan þá hefur hún verið ein af andlitum fyrirtækisins í vöruauglýsingum sem og að vera á forsíðu qntsport.com.

krisj6Óhætt er að segja að þessi samningur tryggi Kris J ómetanlega auglýsingu á heimsvísu. Nú er svo komið að því að Kris J ferðast á vegum QNT á allar helstu vörusýningar eða expo sem fyrirtækið auglýsir á og sú fyrsta var núna um helgina.

 Body and Fitness expo í París, Frakklandi. Sýningin var mjög skemmtileg og fjölbreytt og var þar að finna allt frá vörum og fatnaði ætluð bodybuilding til vatnsnuddsrúma og vörum tengdum endurhæfingu.

 Á stóra sviðinu var stanslaus dagskrá hvort sem að það voru bikiní bombur, vaxtarræktartröll, crossfit eða zumba. Kris J þurfti að koma fram á stóra sviðinu ásamt TEAM QNT þar sem hún sýndi pósu rútínu fyrir framan þúsundir og ætlaði þakið nánast að rifna af húsinu. Kris J æfði tvisvar sinnum með Team QNT á meðan á dvöl hennar í París stóð og var myndband skotið með henni og Diego Sebastian sem er eitt þekktasta karl fitness módel í heiminum í dag. Myndbandið var skotið í æfingasal og utandyra fyrir framan Eiffell turninn. 

krisj paris5Einungis tvö af stóru merkjunum í fæðubótarefnunum voru á staðnum, QNT og SCITEC Nutrition ásamt mörgum öðrum minni merkjum og af öllu því vaxtarræktar- og fitness fólki sem var á básunum þá var Kris J í algjöru aðalhlutverki hvað vinsældir varðar. Það voru stanslausar biðraðir hjá henni af fólki sem vildi fá mynd af sér með henni eða kaupa áritaðan póster með mynd af henni.

Myndir af Kris J voru víða áberandi hvort sem var á auglýsingum fyrir expoið eða í frönskum blöðum. Kris J kom einnig fram í tveimur skemmtilegum viðtölum meðal annars við franska sjónvarpsstöð. Þetta expo var frábær auglýsing fyrir Kris J og forráðamenn QNT í Belgíu eru í skýjunum með hana.

 Kris J vakti ekki aðeins athygli hjá gestum vörusýningarinnar heldur einnig fyrirtækjanna á staðnum og fór svo að fæðubótarefna fyrirtækið OLIMP Sport Nutrition vildi bjóða henni samning... sem hún hafnaði.krisj paris3

Kris J fer aftur út á vegum QNT þann 12-14 apríl og þá á FIBO í Þýskalandi sem er lang stærsta vörusýning í Evrópu og ca 4x stærri en Body and Fitness expo-ið sem hún var að klára.

Pistlahöfundur hefur farið á mörg fitness- og vaxtarræktarexpo í gegnum tíðina en hefur aldrei orðið vitni af annari eins múgæsingu í kringum bikinifitness módel og skapaðist vegna Kris J um helgina.

Það er alveg ljóst að ef Kris J heldur rétt á spilunum þá á hún eftir að verða mjög þekkt nafn í bikiní módel bransanum.