Nú styttist í Íslandsmót IFBB 2013

10 March 2013 Konráð Valur Gíslason

Nú eru bara rétt rúmar 2 vikur í Íslandsmót IFBB 2013 sem haldið verður í Háskólabíó 28 -29 mars næstkomandi. Rétt eins og á Bikarmótinu síðasta haust keppa fitness og vaxtarræktarkeppendur fyrri daginn og svo módelfitness flokkarnir þann seinni ásamt nýjum flokk, sportfitness.

Skráðir eru 120 keppendur og að venju er módelfitness flokkur kvenna fjölmennastur. Margir sterkir keppendur mæta til leiks þetta árið og verður spennandi að sjá Ranný Kramer og Kristínu Sveiney kljást í fitness flokki kvenna +163cm sem og Gauta Már, Kristján Geir og Hjört Einarsson i fitness flokki karla.

Fitness flokkur kvenna -163cm er fátæklegur að þessu sinni einungis 3 keppendur.

í fitness flokk kvenna +35 ára eða "öldungaflokk" keppir Jóna Lovísa sem er alltaf með góðan skurð og gott samræmi ásamt 2 öðrum stelpum. Í unglingafitness flokki kvenna ber helst að nefna Kristrúnu Sveinbjörnsdóttur, Hafdísi Elsu og svo Ástu Björk sem kemur ný inn í fitness flokkinn en hún keppti einmitt fyrir ári síðan í módelfitness -168cm flokki.

"myndband"

Í unglingafitness karla keppir Alexander Kjartansson sem varð Íslandsmeistari unglinga 2011 og lenti í öðru sæti á Bikarmóti IFBB sama ár, gaman að sjá hvernig hann stendur sig eftir árs hvíld frá keppni. Í vaxtarrækt unglinga keppir Arnór Hauksson sem varð einmitt Íslandsmeistari unglinga í fitness fyrir ári síðan og er búinn að sýna miklar bætingar síðan þá.

Magnús Samúelsson keppir í vaxtarrækt karla í -100kg flokki og verður gaman að sjá hann keppa hér á Íslandi eftir mikla sigurgöngu erlendis árið 2012 og miðað við bætingarnar á Magga þá ætti árið 2013 ekki að ganga síður. Við munum svo sjá gamlar kempur eins og Ingvar Jóel keppa í vaxtarræktinni sem og Baldur Borgþórsson sem kom svo skemmtilega á óvart á Bikarmótinu 2012 og einnig Alfreð Pálsson sem mætir alltaf hrikalegur á svið.

myndbandið á vimeo

Í módelfitness flokkunum verða líklega -168cm og +171cm flokkarnir þeir sterkustu en búist er við 6-7 mjög sterkum keppendum í hvorn flokk. Gaman verður að sjá Elvu Katrínu og Katrín Eddu berjast í -168cm flokknum. Aðrar sem ber að nefna eru Karen Lind 2 faldur meistari í -171cm flokknum og Gyðu Dröfn -163cm flokkur sem varð einmitt over all meistari á Bikarmóti IFBB 2011.

"myndband"

Sportfitness er nýr flokkur hjá IFBB og verður forvitnilegt að sjá strákana "pósa" í stuttbuxum, kunnasti keppandinn í Sportfitness flokknum er Mímir Nordquist sem varð Bikarmeistari unglinga 2012.

Hér er einungis verið að nefna brot af þeim sterku keppendum sem munu stíga á sviðið í Háskólabíó eftir rúmar 2 vikur. Það eru margir að fara að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti og vonandi verður upplifunin þeim ógleymanleg. Það er nokkuð ljóst að Háskólabíó verður pakk fullt báða dagana og hvetjum við því áhugasama að kaupa sér miða um leið og hægt er.