Vera Sif Rúnarsdóttir

Vera

Fæðingardagur: 5. júní 1993

Flokkur: Módelfitness -168cm

Keppnisbakgrunnur:
2012 Íslandsmót IFBB módelfitness -168cm, 5.sæti

Við hvað vinnurðu?Ég vinn hjá Nikita og er að klára Verzlunarskóla Íslands núna í vor.

Hvernig gengur að sameina vinnu / skóla og æfingar?Með góðu skipulagi og metnaði er allt hægt. Ég lyfti alltaf eftir skóla eða á kvöldin og þegar nær dregur að móti byrja ég daginn á morgunbrennslu fyrir skóla og svo lyftingaræfingu seinnipartinn síðan tekur við undirbúningur fyrir næsta dag. Þetta verður að ákveðinni rútínu sem maður fylgir alla daga.

rsz sta og vera2Hvers vegna ákvaðst þú fyrst að keppa í módelfitness?

Ég hef lengi haft áhuga á því að keppa en eftir að ég byrjaði í þjálfun hjá Konna ákvað ég að taka af skarið og stefna á mót.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?Ég hef stundað líkamsrækt í mörg ár og alltaf verið dugleg að hreyfa mig en þegar ég byrjaði hjá Konna voru 8 mánuðir í mót.

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?Þegar ég var yngri æfði ég fótbolta í nokkur ár ásamt ýmsu öðru.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í íþróttum hafa hjálpað þér í módelfitness?

Já ætli það hafi ekki hjálpað mér upp að vissu marki t.d hefur fótboltinn eflaust skilað sér með  auknum styrk í fótum og maður þróar með sér keppnisskap sem eflaust ekki allir hafa.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?Já mjög mikinn. Kærastinn minn og foreldrar hafa stutt mig alveg frá byrjun og sýnt mér mikinn skilning t.d þegar mér er boðið í mat og það þarf að vigta allt og yfirleitt elda eitthvað annað sérstaklega fyrir mig. Kærastinn minn hefur verið ótrúlega duglegur og þolinmóður við mig og sýnt mínum sérþörfum mikinn skilning sem eru ekki fáar og ég fæ alltaf að ráða hvert er farið að borða á nammidögunum heilögu :) Fyrir suma er þó erfiðara að skilja hvaða máli skiptir “bara einn biti” af eftirrétt eða gerir sér ekki grein fyrir að þó eitthvað teljist hollt henti það ekki endilega þegar maður er í niðurskurði en það er auðvitað bara skiljanlegt.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Ég stefni núna á páskamót IFBB í mars hérna heima og fer svo á Loaded cup í Danmörku stuttu seinna. En mín markmið eru að reyna að keppa á stærri mótum erlendis og toppa formið sem ég var í á seinasta móti.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Mínar helstu fyrirmyndir hérna heima eru t.d Kristbjörg, Aðalheiður, Katrín Edda og fleiri. En úti væru það helst Nathalia Melo, Ingrid Romero og Erin Stern. Nathalia finnst mér í langflottasta forminu af öllum bikini stelpum úti, Ingrid átti tvíbura og var komin með sixpack korteri seinna og Erin er alltaf svo sæt og einlæg.

Hvar finnst þér best að æfa?Í World Class Laugum af því að þar eru öll tæki til taks og frábær aðstaða. Ásamt því að ég hef alltaf Konna til taks þar :)

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga?Ég fer yfirleitt ein á brennsluæfingar en er alltaf með æfingafélaga á lyftingaræfingum. Ég hef svo verið að fara til Konna í einkaþjálfun þrisvar í viku. Yfirleitt æfi ég með Ástu Björk vinkonu minni eða öðrum stelpum í sportinu og svo Konna þrisvar í viku.

"myndband"

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi í offseason og svo í niðurskurði?Offseason: vakna klukkan 7 og borða 40gr. af höfrum með proteini útá fyrir skólann. Fæ mér ávöxt og protein eða skyr klukkan 09:30 og svo hádegismat klukkan 12 sem er þá yfirleitt heilsuréttur frá Nings. Um 3 leitið  fæ ég mér svo aftur protein og ávöxt eða poppkex með hnetusmjöri og banana. 90 mín. fyrir æfingu fæ ég mér aftur hafra og protein. Eftir æfingu fæ ég mér kvöldmat sem er annaðhvort fiskur, kjúklingur með sætum kartöflum og salati, vefja eða Nings. Fyrir svefn fæ ég mér svo casein prótein.

Í niðurskurði: vakna ég klukkan 05:50 og fer á brennslu í 45 mín. Strax eftir brennslu borða ég hafra og protein og fer svo í skólann. Klukkan 09:30 fæ ég mér ommilettu og grænmeti og í hádeginu réttinn Hrönn frá Nings. Um 3 fæ ég mér aftur ommilettu og grænmeti. Fyrir æfingu fæ ég mér 35 gr. hafra með protein útá. Eftir æfingu fæ ég mér kjúklingabringu eða fisk með nóg af grænmeti. Fyrir svefn fæ ég mér svo casein protein.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Í niðurskurði æfi ég 11-12 sinnum í viku. Tek þá brennslu um morguninn og lyftingaræfingu um kvöldið í 6 daga og svo alveg hvíld í einn. Off season lyfti ég 6 sinnum í viku og einn dag í hvíld.

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

6 sinnum í viku. Axlir og bicep , fætur, bak, rass, axlir og tricep, hamur og rass.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa?

Axlir, því mér finnst fallegt þegar konur eru með stórar og flottar axlir og svo er ég líka með mjög sterkar axlir.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Hliðarlyftur með handlóðum.

rsz sta og vera3Hefurðu farið á pósunámskeið?

Já ég hef farið og mæli hiklaust með því. Mér fannst það alveg nauðsynlegt til að vita hvað maður þarf að laga og hvernig maður á að vera á sviðinu.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

Ég tók 11-12 vikur í niðurskurð.

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Já ég vikta flest.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður? 

Hrönn frá Nings er í algjöru uppáhaldi í niðurskurði ásamt höfrunum með próteininu mínu frá Sportlíf út á. Offseason eru heilsuréttirnir frá Nings í uppáhaldi, þá sérstaklega Green tea núðlurnar.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Ég nota mysuprótein, casein prótein, kreatín, glútamín, omega-3 fitusýrur, C-vítamín, D-vítamín, fjölvítamín og hörfræarolíu.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Nei ég hef ekki farið í einstaklingstíma en ég hef farið á fyrirlestur sem var mjög áhugaverður.

Ferðu reglulega í nudd?

Já ég fer reglulega í íþróttanudd til Ragnhildar Gyðu.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Ég hlusta yfirleitt ekki á tónlist á lyftingaræfingum þegar ég er með æfingarfélaganum mínum en á brennslum hlusta ég yfirleitt á eitthvað hresst dubstep til að koma mér í gírinn.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Ég tók hleðslu 3 daga fyrir mót en tók enga sérstaka kolvetnislækkun.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Nei ég þurfti ekki að taka vatnslosun fyrir síðasta mót.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Það er alltaf hægt að bæta sig á öllum sviðum en núna er ég að leggja sérstaka áherslu á að stækka neðri part líkamans. Einnig getur maður alltaf bætt sig í framkomunni á sviðinu.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Mér finnst árangurinn hjá íslendingum alveg frábær og það sýnir bara hve sterk við erum á þessu sviði. Við erum með marga góða þjálfara sem kunna sitt fag hérna heima og það eru alltaf fleiri og fleiri að koma sterkir inn. 

Hefurðu áhuga á að keppa erlendis?

Já ég hef mikinn áhuga á að keppa erlendis og stefni næst á Loaded Cup í Danmörku 30. mars. Framhaldið er enn óákveðið en ég er mjög spennt fyrir að fara út og keppa á fleiri erlendum mótum.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Það getur skipt ótrúlega miklu máli á fá styrki, sérstaklega þegar það kemur að fæðubótarefnum og mat. Þetta er ekki ódýrt sport og kostnaðurinn fljótur að hlaðast upp þegar nær dregur að móti.

Hvaða sponsa ertu með? 

Ég er með styrki frá Sportlíf þar sem ég fæ fæðubótarefni, Nings, World Class, Stjörnubros, Línu lokkafínu hárgreiðslustofu, Sillu make-up, Kizz og Marko merki.

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi en maður þarf að taka sér góðan tíma í þetta ferli. Það er ekki nóg að æfa í 3 mánuði og fara svo að keppa. Maður þarf að vera með hausinn í lagi bæði á meðan á ferlinu stendur og svo sérstaklega eftir keppni. Maður er ekki alltaf í keppnisformi og þarf því að átta sig á breytingunum sem verða þegar maður fer að borða eðlilega.
Ekki vanmeta svefninn og virða hvíldardagana.

Eitthvað að lokum?

Hugsaðu vel um líkamann þinn, hann er eini staðurinn þar sem þú þarft að búa :)