Una Margrét Heimisdóttir

Una Margrét

Nafn: Una Margrét Heimisdóttir

 Fæðingardagur: 15. mars 1991

Flokkur: Unglingaflokkur í fitness

Keppnisbakgrunnur:
1. sæti fitness unglinga Bikarmót IFBB 2012
2. sæti fitness unglinga Íslandsmót IFBB 2012
1. sæti fitness unglinga Íslandsmót IFBB 2011
Íslandsmót IFBB 2009

Við hvað vinnurðu / nám?

Er á öðru ári í geislafræði í Háskóla Íslands.

Hvernig gengur að sameina vinnu, nám og æfingar?

Það gengur mjög vel, er í bæði bóklegu og verklegu í skólanum til skiptis sem er oftst fyrri part dagsins og á morgnanna og svo æfi ég seinni partinn og áður en ég fer í skólann.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég hef alltaf verið að æfa mikið alveg frá því að ég var um 10 ára. Byrjaði að fara í ræktina þegar ég var um 15 ára og æfði þá í Vaxtarræktinni á Akureyri og þar spurði Siggi Gests mig hvort ég hefði áhuga á að keppa í fitness og ég ákvaða að slá til og skellti mér á svið í fyrsta skipti á Íslandsmótinu 2009.

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Æfði blak frá því ég var 10 ára og þangað til ég varð tvítug en þá flutti ég til Reykjavaíkur til að halda áfram í name og þurfti að velja á milli þessa að æfa blak eða keppa í fitness og ég ákvað að leggja blak skóna á hilluna í bili. Einnig hef ég aðeins æft fótbolta og strandblak.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Ætli það hafi ekki verið í um 6 mánuði en það var samt sem áður ekki markviss undirbúningur fyrir mót, það var svolítil skyndi ákvörðun að keppa í fyrsta sinn, byrjaði strax í niurskurði án þess að hafa byggt neitt upp áður en hafði samt sem áður mjög góðan grunn.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í íþróttum hafa hjálpað þér í fitness?

Já, það finnst mér og ég tel að allur bakgrunnur í íþróttum hjálpi til þegar kemur að fitness íþróttinni þar sem að líkaminn verður móttækilegri fyrir æfingum og þeir sem hafa æft áður vita ef til vill hvernig er að æfa undir miklu álagi eins og gengur og gerist í fitness og vaxtarrækt.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Já það fæ ég heldur betur, þegar ég bjó á Akureyri þá eldaði mamma og keypti ofan í mig mat alla daga. Ég á líka frábæran kærasta sem styður eins og klettur við bakið á mér í gegnum allan undirbúninginn og gerir allt fyrir mig. Það kemur svo öll fjölskyldan að horfa og kvetja þegar stóri dagurinn rennur upp. Algjörlega ómetanlegur stuðningur sem ég fæ alls staðar frá.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Mín markið eru að ná alltaf að bæta mig á milli móta og vinna í því sem betur mátti fara og bæta mína veikleika. Mitt næsta markmið er að standa mig vel á næsta mót sem ég stefni á en það er Heimsmeistaramót í Búdapest sem fram fer í desember eftir tæpan mánuð.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti? ef svo, hvern /hverja  þá og af hverju?

Mín fyrirmynd er Nicole Wilkins sem keppir í figure flokki, hún hefur ótrúlega flottan og vel mótaðan líkama og er einnig ótrúlega falleg og tignarlega. Það sem mér finnst jafnframt svo flott við hana er hvað hún er jarðbundin og einlæg.

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju?

Mér finnst best að æfa í World Class í Laugum því þar er þjálfarinn minn að vinna og einnig æfir uppáhaldsæfingarfélaginn minn alltaf þar. Einnig er besta úrvalið af tækjum og lóðum þar. En á sumrin fer ég til Akureyrar og þá finnst mér best að æfa í Þrekhöllinni.

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga / einkaþjálfara?

Ég æfi lang oftast með æfingafélaga og þjálfara eða 3x í viku með æfingafélga hjá einkaþjálfara og 3x í viku með æfingafélga með prógramm frá einkaþjálfara.

Með hverri / hverjum æfirðu?

Ég æfi með Aðalheiði Ýr undir leiðsögn Konráðs Vals.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Í niðurskurði er týpískur dagur svona: ég vakna um hálfa 6 og fer í brennslu kl.6 í klukkutíma, er svo mætt í skólann eða verknám kl.8:20. Er í skólanum til um 14-15 og fer þá á æfingu sem tekur um einn og hálfan til tvo tíma. Fer þá heima og tek til og elda mat fyrir næsta dag og geri kvöldmat. Læri heima þangað til að ég er orðin þreytt sem er oftast um 22-23 leitið.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði? En offseason?

Í niðurskurði æfi ég 12 sinnum í vikur, brenni á morgnanna og lyfti seinni partinn. En offseason er ég að lyfta 4-6 sinnum í viku og hef ekki verið að brenna, fer frekar í göngutúr eða eitthvað slíkt.

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Ég lyfti 6 sinnum í viku í niðurskurði og fæ alltaf prógramm hjá þjálfara. Fylgi hverju prógrammi í 6 vikur og fæ þá nýtt. En það er mjög misjafnt hvernig því er skipt niður en oftast er það axlir og bís/trís tvisvar sinnum í vikur, fætur einu sinni, bak einu sinni og rass tvisvar sinnum.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Mér finnst semmtilegast að æfa axlir og bak því það eru mínar sterkustu æfingar en einnig finnst mér gaman að taka rosalega fótaæfingu því þar finnur maður virkilega þegar tekið er vel á því.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Axlapressa með handlóðum, sitjandi róður og hnébeygja.

Hefurðu farið á pósunámskeið? ef svo myndirðu mæla með því?

Ég er búin að fara á pósunámskeið ifitness fyrir síðustu tvö mót hjá mér og ég mæli hiklaust með þeim. Maggi, Konni og Sif hafa allt á hreinu varðandi pósur og hvernig á að koma sem best fram á sviði.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

12-14 vikur, fer eftir því hvar ég stend í fituprósentu.

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Já það geri ég alla daga.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Ginger salat sem ég fæ mér alltaf í hádeginu og ofnbakaður lax.

En í offseason?

Lasagne sem mamma býr til og hvítlauksbrauð með.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Vörur frá Fitness sport.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Nei hef ekki gert það.

Ferðu reglulega í nudd?

Nei en þyrfi nauðsynlega að fara að byrja á því.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Það er algjör nauðsyn hjá mér að hlusta á tónlist þegar ég er að brenna því annars líður einn klukkutími eina og heil eilífð en ég hlusta aldrei á tónlist þegar ég er að lyfta.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Já ég hef gert það hingað til, lækka kolvetnin mjög mikið í síðustu vikunni og tek svo hleðslu síðsutu tvo dagana áður en ég fer á svið.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Já, fyrir síðustu tvö mótin mín hef ég tekið 10 daga vatnslosun og farið mest upp í 8 lítra af vatni á dag.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Ég vil ná betri skurði í fæturna og vera aðeins lægri í fituprósentu í heildina.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Hann er hreint út sagt glæsilegur, gaman að sjá að keppendur frá litla Íslandi eru að hreppa verðlauna sæti hvað eftir annað á stórum mótum erlendis.

Hefurðu áhuga á að keppa meira erlendis? Ef svo, hvaða mót finnst þér mest spennandi?

Ég er að stefna á Heimsmeistarmót í Búdapest og svo langar mig mjög mikið að fara á Arnold Classic í USA.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Algjörlega ómissandi að mínu mati þar sem að þetta sport er algjör peningaþjófur þá er mikilvægt að hafa góða styrktaraðila sem hjápa manni með kostnaðinn

Hvaða sponsa ertu með?

Ginger, Fitness Sport, Under Armour, Greiðan-Hrafnhildur, World Class, Laugar Spa, Marko Merki ehf, Trimform Berglindar og ifitness.is.

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur / stráka sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Ekki hugsa að þetta séu bara 3 mánuðir og svo er allt búið. Það þarf að undirbúa sig, taka einhverja uppbyggingu, hafa hausinn í lagi, hugsa hvað á að gera eftir mót og margt fleira. Einnig er mitt besta ráð að finna sér reyndan og góðan þjálfara sem veit hvað hann er að gera.