Sveinn Már Ásgeirsson

Sveinn Már

Fæðingardagur: 14. október 1990

Flokkur: Unglingafitness, keppi samt líklega í vaxtarrækt unglinga 2013

Keppnisbakgrunnur:
2012 Bikarmót IFBB unglingafitness 3. sæti

Við hvað vinnurðu?

Er að vinna á Sambýlinu Barðastöðum í GRV og er í Hugbúnaðarverkfræði í HÍ.

Hvernig gengur að sameina vinnu, nám og æfingar?

Það hefur ekki reynst mér erfitt, þetta snýst allt um að skipuleggja sig vel, og sem betur fer er ég skipulags-frík. Ég er oftast búinn að plana daginn og tek með mér æfingadótið og allar þær máltíðir sem ég þarf að borða yfir daginn hvort sem ég er að fara í skólann eða vinnu. Í skólanum væri ég þá t.d. búinn að elda þann mat sem þarf að elda, kvöldið áður, en í vinnunni get ég eldað hann á staðnum. Mér finnst algjört lykilatriði að sama hversu mikið er að gera í skólanum, að taka sér allavegana 1klst til að hreyfa sig, og sama gildir um ef þú ert að vinna.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Hef verið að fylgjast með þessu sporti síðan ég var 14 ára, og líklega horft á öll mót síðan þá. Fékk að mæta með mömmu í einkaþjálfun til Konna fyrir 9 árum, og varð strax dálítið veikur fyrir sportinu. Mamma kom mér í þetta ásamt Konna og Sif Garðars. Ætli það hafi ekki bara verið kominn tími til að hætta að horfa og prófa!

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Æfði fótbolta eins og flest allir sem krakki, svo æfði ég Muay Thai hjá VBC Reykjavik hjá honum Henrik í tæplega 3 ár, hætti svo þar og fór að undirbúa mig fyrir fitness.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Nóvembermótið 2012 var mitt fyrsta mót. Ég er búinn að lyfta síðan ég var 14-15 ára, en ekkert sérstaklega fyrir fitness – ætli það sé ekki rúmlega ár síðan ég ákvað að taka þátt og lyfta markvisst með mótið í huga.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í íþróttum hafa hjálpað þér í fitness?

Já klárlega, allur bakgrunnur í íþróttum hjálpar til, ekki spurning.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Bý ekki með foreldrum mínum en mamma þekkir niðurskurðs-tilfinninguna og spáir mikið í matarræði almennt þannig hún skilur mig líklega. Ég fæ mikinn stuðning frá vinum; þeir hafa þurft að þola mig í gegnum þetta sem er ekkert grín, sérstaklega þegar það fer að styttast í mót.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Bara að reyna ná sem lengst og bæta mig með hverju móti. Væri gaman að prófa að keppa erlendis einhverntíman.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Konni þjálfari klárlega, því það er einfaldlega ekki til spurning sem hann veit ekki hvernig á að svara, og svo hefur hann líka náð miklum árangri í sportinu þegar hann var að keppa.

Hvar finnst þér best að æfa?

World Class Laugum! það er bara svo mikill andi þar, svo margir þar sem eru að fara að keppa. Er líka búinn að vera þar síðan ég var 14-15 ára og er frekar vanafastur.

Æfirðu einn eða ertu með æfingafélaga?

Konráð Valur Gíslason sér um matarprógram og brennsluprógrammið, ásamt því að mæla mig og segja mér hversu feitur ég er og skammar mig í samræmi við það. Er ekki með neinn fastann æfingafélaga eins og stendur því ég æfi á svo mismunandi tímum því ég er í vaktavinnu.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Ég er oftast á kvöldvöktum, þannig ég vakna og fæ mér morgunmat, kíki svo kannski út og stússast eitthvað ef ég þarf að klára einhver verkefni, svo er það hádegismaturinn þannig að ég stekk heim og elda hann. Fer svo og geri ræktardótið reddí, gríp með mér banana og pre-workout, hendi mér út í bíl og fæ mér það á leiðinni. Eftir ræktina er það vinnan, svo bara heim að slaka á og sofa.
Ef ég er í skóla þá er það bara skólinn og læra allann daginn, ræktin um 4, aftur í skólann fram á kvöld og svo heim að sofa. Ég er þá búinn að græja allar máltíðir eins og skyr, banana, kjúkling ofl., og tek þær með mér í skólann.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Í niðurskurði æfi ég 2x á dag, alla daga nema sunnudaga en offseason æfi ég 1x á dag 5 daga vikunnar (pása um helgar).

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Lyfti 5x í viku. Ég reyni að mixa þessu upp eins og ég mögulega get. Niðurskurðurinn fyrir nóvembermótið er eiginlega í fyrsta skipti sem ég fylgi nákvæmu lyftingarprógrammi, annars finnst mér best að ákveða bara rétt fyrir æfingu/á æfingu hvað ég vill taka. Ef ég er að taka t.d. bak, þá passa ég mig að taka einangraðar æfingar á hvern part baksins. Annars er þetta oftast:
Mánudagur: Efra bak og þríhöfði
Þriðjudagur: Axlir
Miðvikudagur: Brjóst og tvíhöfði
Fimmtudagur: Fætur
Föstudagur: Latsar
Svo eru kviðæfingar þarna inni 3x í viku og brennsla eftir því hversu feitur mér finnst ég vera.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa?

Ætli það sé ekki bakið. Miklar þyngdir, mikið pump í allan líkamann og bara flottir vöðvar sem er alltaf hægt að gera betri. Svo klikkar fótaæfingageðveikin seint, sérstaklega þegar maður nær að plata einhvern með sér sem er jafn geðveikur.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Engin uppáhalds æfing svosum held ég nema kannski þung hnébeygja og fótapressa.

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Ég fór á pósunámskeið fyrir mótið núna í nóvember og mæli klárlega með því. Það skiptir einfaldlega alltof miklu máli að pósa rétt, ekki þess virði að sleppa því.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

Tek 12-14 vikur.

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Já, það sem ég þarf að vigta eins og hrísgrjón, eggjahvítur, hafra, grænmeti ofl.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Það hlýtur að vera kjúklingurinn, fæ bara ekki leið á honum! Ég borða hann líka á hverjum degi offseason. Mér finnst líka hafra-eggjahvítu ommelettan mín sjúk eftir morgunbrennslu .. annars þætti mér örugglega mysa góð eftir að hafa tekið morgunbrennslu á fastandi maga eins og ég geri alltaf.

En í offseason?

KFC á nammidögum verð ég bara að viðurkenna að stendur upp úr! Ég er búinn að fá mér KFC í hádegismat alla laugardaga í meira en ár. Ég borða mjög hreint hvort sem ég er off- eða onseason (nema á laugardögum, þá hleð ég vel upp fyrir komandi lyftingarviku).

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Nota fæðubótaefni frá Fitness sport. Þar eru algjörir snillingar að vinna og vita nákvæmlega hvað þú þarft fyrir þín markmið. Ég reyni að nota sem minnst af fæðubótaefnum og ég get en það væri þá Whey prótein, Casein prótein, Pre-workout blöndu, Vítamín, Magnesium.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Nei það hef ég ekki.

Ferðu reglulega í nudd?

Fer á 2 vikna fresti offseason, og 1x í viku onseason, hjá honum Þráni Erlends (777-3019), hann er hrikalega fær.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Jebb, hlusta á metalcore/nu-metal. Virkar lang best fyrir mig.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Já en ég held kolvetnunum inni frekar lengi (eins lengi og ég get), en minnka þau svo stutt í mót og hleð í 2 daga.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Já gerði það seinast, en langar að stefna á það að taka enga vatnslosun, bara að gamni mínu til að prófa.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Er mest að vinna í baki, öxlum og fótum núna.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Þetta er bara algjör snilld hvað við erum hrikaleg þjóð, vonandi höldum við bara áfram að slá í gegn.

Hefurðu áhuga á að keppa erlendis?

Ég hef áhuga á því já, en það á eftir að koma í ljós. Hef áhuga á mótum eins og t.d. Arnold‘s Classic og Loaded Cup.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Finnst það mjög mikilvægt ef þú vilt auðvelda þér ferlið bæði offseason og onseason, því þetta getur verið tímafrekt og dýrt sport.

Hvaða sponsa ertu með?

Fyrir seinasta mót var ég með Durum, BK kjúklingur, Trimform Berglindar, Vaxtarvörur, Flex Fitness, Iceland Fitness, World Class, Kaffitár og Rakel Lilja heilsunuddari. Á eftir að sækja um sponsa fyrir næsta mót en ég er kominn yfir til Fitness sport.

Ertu með einhver ráð fyrir þá stráka sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Bara ekki æða út í þetta ef þú veist ekki 100% hvað þú ert að fara út í. Þetta tekur rosalega á bæði andlega og líkamlega, og þarf mikinn aga. Best er að hafa æft lengi og horft á mörg mót og forvitnast slatta um þetta hjá öðrum keppendum og þjálfurum. Og í guðana bænum ef þú ætlar að keppa, vertu þá all-in eða slepptu þessu.

Eitthvað að lokum?

Bara takk fyrir mig, sjáumst á næstu mótum þar sem ég verð trítlandi um á skýlunni.