Ranný Kramer

RannýFæðingardagur:  10.febrúar 1970

Flokkur: Fitness/Figure

Keppnisbakgrunnur:
2011 Norðurlandamót IFBB, 6. sæti
2011 Arnold Classic Europe, 6. sæti
2011 Oslo Grand Prix, 2. sæti
2011 Íslandsmót IFBB, 1.sæti + Over all meistari
2010 Icelandic Fitness and Health Expo/Bikarmót IFBB fitness, 1. sæti + Over all meistari
2010 Norðurlandamót IFBB, 3. sæti
2010 Íslandsmót IFBB, 1. sæti + Over all meistari
2010 Reykjavík Grand Prix IFBB, 1. sæti
2009 Bikarmót IFBB, 1. sæti + Over all meistari
2005 Íslandsmót Icefitness, 1. sæti


Við hvað vinnurðu?  

Vinn hjá Íslandsbanka.

Hvernig gengur að sameina vinnu, nám og æfingar?

Það gengur ágætlega stundum smá þreyta í manni þegar kemur að því að auka æfingarnar fyrir keppni.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn? 

Ég bara eiginelga veit það varla, horfði á mina fyrstu fitnesskeppni 2004 þá Icefitness sem er sambland af samanburði og þrautum og eiginlega heillaðist af þessu en datt aaaaaaaldrei í hug að ég ætti eftir að taka þátt sjálf. Nokkrum sinnum spurð en sagði alltaf nei, síðan ákvað ein sem var að æfa á sömu stöð og ég að keppa og ég ákvað að fara út fyrir þægindahringinn og druslaðist með.  

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Var alltaf lang mest í djazzballet, en hef reynt fyrir mér bæði í fimleikum og ballet ekki þó með sérlega góðum árangri hehe.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn? 

Hef alltaf verið viðloðandi íþróttir eða s.s þá frekar pallatíma og annað þvíumlíkt en aldrei lyft lóðum af fullri alvöru fyrr en 2004 aðeins byrjuð 2003 en ekki síðan eftir að ég ákvað að taka tvo stífa mánuði í einkaþjálfun í byrjun árs 2004.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í íþróttum hafa hjálpað þér í fitness?

Klárlega hefur jazzballettinn hjálpað mér mikið varðandi framkomu og líkamsburð og göngu og það hefur sitt að segja engin spurning.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Já fæ mikinn stuðning sem skiptir höfuðmáli því þetta er egósport tekur oft mikinn tíma og krefst þolinmæði frá fjölskyldumeðlimum því oft kemur upp pirringur á niðurskurðartímabilinu þegar maður er á þessu einhæfa mataræði og við það að springa af óþolinmæði yfir hægum árangri að eiginmati. ;) En ég er svo heppinn að kallinn kokkar oftast ofan í mig.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Marmið mitt er að bæta mig enn meira, og eru það fætur, hamur og rass þá efst á blaði.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Jájá fullt af þeim man nú ekki öll nöfnin en Monica Brant, Nicole Wilkins og Erin Stern svo ég nefni einhverjar

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju?

Elska að æfa í World Class Spönginni. Einfaldlega mátulega stór stöð björt og heimilisleg og maður er farinn að þekkja flest öll andlitin á morgnana.

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga?

Æfi með Sigríði Sif Magnúsdóttur og Dóru Ragnars, Íris Reynis fór yfir í Crossfittið en þá kom bara Sigga í staðinn, ekki verra.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Vakna rúmlega 5, borða haframjöl og prótein + preworkout, æfing milli 06.00 og 07.00 svo er það bara heim græja sig f. vinnu, vinn frá 8.30 til 16.30 svo er það heim, þvo þvott græja og gera síðan er kíkt aðeins í tölvuna og svo bara lúlla eins snemma og ég mögulega get, eða helst ekki mikið sinna en kl 22.00.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Æfi alltaf 6x í viku offseason en í niðurskurði lyfti ég samt sem áður 6x en bæti svo við brennslu inní hægt og rólega.

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Mjög misjafnt en skemmtilegast finnst mér að taka einn líkamspart í einu.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Það voru hendur, en nú er love and hate æfingarnar með Konna brjálæðingi og þá er þau butt and legs ;)

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Æææ veit það ekki finnst reyndar niðurtog skemmtilegt.

Hefurðu farið á pósunámskeið? Ef svo myndirðu mæla með því?

Hef sjálf ekki farið á pósunámskeið nei, en mæli sko klárlega með því.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð? 

Hef verið að taka 12 til 13 vikur en mun taka lengri tíma næst.

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Já já það geri ég klárlega.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður? 

Uhh nautakjötið að sjálfsögðu annars elska ég haframjöl og protein.

En í offseason?

Pizza slurp....  en naut líka og stór bökuð kartafla og sveppasósa, rjómalöguð.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Nota fæðubótaefni frá Sportlíf og er að nota kreatín, prótein, glútamín, preworkout og cla.

Ferðu reglulega í nudd? 

Tók smá skorpu og það var hriiiiiiikalega vont gott en lagaðist heilmikið á því, var hrikalega stíf alls staðar.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir? 

Kemur fyrir en yfirleitt ekki er of forvitin þarf að heyra allt hehe.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Klárlega fætur og rass.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum? 

Mér finnst það hreint út sagt frábært í alla staði fyrir ekki stærri þjóð en þetta og m.v hvað við erum nú ekki það margir keppendur

Hefurðu áhuga á að keppa meira erlendis?

Það væri snilld að komast á eitt Evrópumót áður en maður hættir og tjaa heimsmeistaramót líka ef fjárhagur leyfir og „nenna“ áður en maður hættir þessu.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Það bara skiptir öllu máli, ég hef haft alveg snilldar góða sponsera sem hafa hjálpað mér mikið við að ná þeim markmiðum sem ég hef náð.

Hvaða sponsa ertu með? 

World Class, Extra, NINGS, Sportlíf, Hárlengingar fyrir þig, Trimform Berglindar, Systrasel og Tanið. Svo er maður alltaf að leita að fleirum

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Já fara sér hægt, að byggja upp vöðva tekur tíma og það gerist ekki á einni nóttu.  Forðast allar skyndilausnir, það er ýmislegt í boði í dag en ekkert er þess virði að hætta heilsunni fyrir það.

Eitthvað að lokum? 

Vonandi halda Íslendingar áfram að brillera á erlendum mótum, hlakka til að fylgjast með á komandi árum.