Mímir Nordquist

Mímir

Fæðingardagur: 21. Nóvember 1989    

Flokkur: Fitness Unglinga

Keppnisbakgrunnur:
2012 Bikarmót IFBB fitness flokkur unglinga 1. sæti
2010 Bikarmót IFBB fitness flokkur unglinga 1. sæti

Við hvað vinnurðu?

Ég rek mina eigin tískuvöruverslun og heildsölu.

Hvernig gengur að sameina vinnu og æfingar?

Það gengur yfirleitt ágætlega, en var mjög erfitt fyrir seinasta mót.. ég þurfti mörgum erindum að sinna, en þetta hófst.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fitness?

Ég var eiginlega manaður í það, félagi minn sagðist ætla að vinna mig og þá setti ég bara keppnisskapið í botn og gaf allt í þetta, síðan hef ég verið pikkfastur í þessu sporti.

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Eg var í íshokkí í 8 ár, hnefaleikum og fótbolta.. spila svo körfubolta vikulega.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Ég er búinn að vera með kort í world class síðan 2005 og hef æft allavega 3x í viku síðan þá, þannig rúm 5 ár.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í íþróttum hafa hjálpað þér í fitness?

Já ekki spurning, ég held að vissar íþróttir móti líkamann í eitthverja átt, alveg eins þeir sem eru í fótbolta eru yfirleitt með góð læri…

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Nei mamma virðist þurfa baka vöfflur og pönnukökur alltaf þegar ég kem í heimsókn… en fyrir utan það fæ ég mjög góðann stuðning frá fjölskyldu og vinum  það eru allir voða tillitssamir.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

World Champion!

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Kiddi Sam er án efa flottasti skrokkur sem ég hef séð hérna heima, annars á ég mér enga sérstaka fyrirmynd…  Lee priest var hrikalega flottur svona rétt fyrir tvítugt, svo missti hann það.. það lúkk væri flott.

Hvar finnst þér best að æfa?

Í World Class.. Laugum nánar tiltekið… ég þekki stöðina vel.. þjálfarinn minn er þar og ekki skemmir fyrir að hitta alla vini sína.

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga?

Ég æfi annaðhvort einn eða með vinum mínum.

Með hverjum æfirðu?

Ég æfi bara með mínum nánustu vinum… Markúsi, Sveini, Ármanni eða Binna, allt strákar með þvílíkann metnað.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Ég vakna kl 06:15 og tek 300 upphífingar, 300 uppsetur og 300 armbeygjur … okey kannski ekki, ég vakna og fæ mér alltaf 100-150gr haframjöl og prótein, fer svo að vinna í nokkra tíma, næ svo í strákinn minn, æfing seinnipart og rest bara óráðið.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Í niðurskurði 2x á dag alla daga nema sunnudaga, þá tek ég 1 brennslu… Offseason lyfti ég 3-4x í viku.

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Offseason reyni ég að skipta líkamanum minna niður, en í niðurskurði tek ég yfirleitt Brjóst,  Quads, Bicep, Bak, Ham og Axlir /Tricep…
lyfti svo ekkert á sunnudögum.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Bicep og brjóst af því þá er maður svo hrikalegur.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Bicep Curl væntanlega.

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Já og það er mjög sniðugt, sérstaklega fyrir þá sem eru með minni reynslu..  framkoma og pósur eru lykilatriði á sviðinu.. svo skemmir ekki fyrir að að pósa með keppinautunum, það kemur mani í gírinn!

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

Heh… ég hef aldrei tekið yfir 6 vikur, en ég ætla að taka 10 vikur næst.. maður á helst ekki að taka styttri tíma.

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Já seinustu 4 vikurnar

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Kjúklingur, grjón og salat.

En í offseason?

KFC

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Ég nota vörur frá BSN og ON, það ber helst að nefna Cell-Mass, Syntha6, N.O. Explode, Casein, 100% Whey Gold Standard og Amino energy.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Nei ég væri samt alveg til í að prófa það.

Ferðu reglulega í nudd?

Já 1x í viku.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Alltaf þegar ég er einn, annars ekki.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Já, það er eina vitið.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Ég tók mjög væga vatnslosun seinast, ég ætla að reyna að sleppa því fyrir næsta mót.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Stækka Quads, Ham, Bicep og Kassa.. svo þarf að hitta betur á carbload og borða meira salt fyrir svið..

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Mér finnst það snilld, þetta verður bara betra með hverju árinu.

Hefurðu áhuga á að keppa erlendis?

Já, ég væri til í að keppa á Arnold classic, og svo prófa kannski heimsmeistaramót.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Sponsar skipta gríðarlega miklu máli! Þetta getur allt kostað rosalega mikinn pening og þar koma sponsarnir sterkir inn, góðar vörur skipta miklu máli!

Hvaða sponsa ertu með?

Perform.is, World-Class, Hámark, FLEX, Serrano, Durum, Byggi, Henson, Sælan, Trimform, Fiskbúðin Hafberg og ICELAND FITNESS.

Ertu með einhver ráð fyrir þá stráka sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Kynna sér hvað er verið að fara út í, fá sér góðann þjálfara og vera duglegur að afla sér upplýsinga.

Eitthvað að lokum?

Já :)