Magnús Samúelsson

Magnús SamúelssonFæðingardagur: 29. ágúst 1977

Flokkur: Vaxtarrækt

Keppnisbakgrunnur:
2012 IFBB Austrian championships -100kg flokkur og overall 1.sæti
2012 IFBB Olso Grand Prix Noregur -100kg flokkur 1.sæti og overall 2.sæti
2012 IFBB Sandefjord open Noregur +90kg flokkur 1.sæti overall 1.sæti
2012 IFBB Loaded Cup Danmörk -100kg flokkur 2.sæti
2010 IFBB Bikamót -100kg flokkur 1.sæti og overall 1.sæti
2010 IFBB Íslandsmót -100kg flokkur 2.sæti
2009 IFBB Íslandsmót -90kg flokkur 1.sæti
2003 IFBB Íslandsmót -90kg flokkur 1.sæti
2002 IFBB Íslandsmót -90kg flokkur 1.sæti og overall 1.sæti
2001 IFBB International championship Holland 6-16 sæti
2001 IFBB Kvöld Meistaranna Laugarásbíó 2.sæti
2001 IFBB Norðurlandamót  -90kg flokkur 3.sæti
2000 IFBB Íslandsmót -90kg flokkur 1.sæti
1999 IFBB Íslandsmót -80kg flokkur 1.sæti
1998 IFBB Íslandsmót -80kg flokkur unglinga 1.sæti og overall 1.sæti
1997 IFBB Íslandsmót -70kg flokkur unglinga 1.sæti

Hver eru þín markmið innan sportsins?

Vera góð fyrirmynd og hvatning fyrir nýja og yngri keppendur. Ég ætla að reyna að keppa sem mest erlendis og vinna sem flesta titla.

Við hvað vinnurðu?

Ég er með fjarþjálfun á netinu. Maggisam.is sem gengur mjög vel

Hvernig gengur að sameina vinnu og æfingar?

Það hefur gengið mjög vel. Ég er með sjálfstæðan rekstur og ræð mér því sjálfur. Get æft þegar mér hentar og í raun sniðið vinnuna í kringum æfingarnar.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég man það að árið áður en ég keppti voru nokkrir strákar úr gyminu sem ég var að æfa að fara keppa og ég fylgdist mikið með þeim og það heillaði mig eitthvað við allan þennan undirbúning fyrir mót.  Ég man líka alltaf þegar ég tók eftir því að strákarnir voru búnir að raka á sér fæturnar fyrir mót að ég hugsaði að ég myndi aldrei að gera það. En ári seinna var ég buinn að raka á fæturnar:)

Hvað varst búin að æfa lengi áður en þú kepptir fyrst?

Ætli ég hafi ekki verið búinn að æfa í 2-3 ár fyrir mitt fyrsta mót. Ég hafði æft fótbolta og handbolta og einnig keppt í snjósleðum og judo.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu?

Fyrirmynd mín þegar ég var að byrja í sportinu hér heima voru Maggi Bess og Guðmundur Braga. Þeir voru þá stærstir og bestir i sportinu. Núna held ég mikið uppá Flex Lewis vegna þess að mér finnst hann með svakalega góðann skrokk og lika hvað hann er búinn að bæta sig mikið á milli ára. Ég kann að meta það og ég reyni að nota hann sem hvatningu til að bæta mig á milli móta.

Hvar æfirðu og hvers vegna?

Mér finnst best að æfa í World Class Laugum. Þar er mesti fjöldi tækja landsins og stöðin bíður uppá mikla fjölbreytti í æfingum sem hentar mér vel.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Dagur í niðurskurði:
kl.7 vakna og fer í brennslu í World class Laugum eða Spöng
Kl.9 Ultraton – ég fer alltaf í Ultraton í niðurskurði
Kl.10.30 pósur i 30-60min.
Hádegis matur á Nings
Kl.14 æfing í World class Laugum
Kl.17 göngutur með hundinn 20-30min.
Kl.18 svara tölvupóstum og vinna i fjarþjálfuninni.
Kl.22 fara að sofa.

Æfirðu einn eða ertu með æfingafélaga?

Ég heft æft frekar mikið einn síðasta árið en æfi núna með Gísla Erni Reynissyni, Júlíus Þór og stundum Magga Bess.

Hvað æfirðu oft í viku?

Í niðurskurði lyfti ég 6 sinnum og tek brennslu 4-6x í viku.
Í offseason er ég að lyfta 4 sinnum í viku og brenni 1-2 í viku.

Hvernig skipturðu niður æfingaplaninu þínu?

Offseson er ég að lyfta 4 sinum i viku,
Mánudag efra bak,
Þriðjudag axlir og tricep,
Miðvikudag hvíld,
Fimmtudag fætur,
Föstudag brjóst og bicep.   

Í niðurskurði lyfti ég 6 sinnum i viku.
Mánudag bak,
Þriðjudag axlir.
Miðvikudag framanverð læri,
Fimmtudag brjóst,
Föstudag hamur,
Laugardag bicep-tricep.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Fætur, vegna þess að það er frekar auðvelt fyrir mig að bæta fæturnar og það eru lika erfiðustu æfingarnar.

Er eitthvað sem þér finnst þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Allt… Mig langar mest að bæta meiri þykkt í efra bakið og stækka kálfana sem og axlirnar.

Hvað tekurðu langan undirbúning fyrir mót?

12-14 vikur, fer eftir fituprósentunni.

Nú ert þú með pósunámskeið ásamt ifitness.is, hvernig hafa námskeiðin gengið?

Mjög vel. Það hefur sýnt sig á mótum að okkar keppendur eru í mörgum tilfellum að skila pósunum betur frá sér og er það ekki tilviljun að okkar fólk er að raða sér í efstu sætin í sínum flokkum

Vigtarðu matinn í niðurskurði?

Já alltaf. Þá veit ég nákvæmlega hvað ég hef borðað yfir daginn.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Réttur minn á Nings heitir ”Maggi Sam1” (nautakjöt, hvit hrisgrjón, egg og blaðlaukur)

En í offseason?

Humarsúpa og lambafile með piparsósu með súkklaði kaka í eftirrétt.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Ég nota Maximuscle og Phd frá Hreysti.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Nei en ég hefði viljað fara þegar ég var að byrja i sportinu.

Ferðu reglulega í nudd? 

Já ég fer í nudd 2x í viku hjá Einari Carl og fer svo til Magna kiropraktor
1-2x í viku.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Já ég er alltaf með Ipod. Hlusta aðalega a þungarokk eins og Korn, slipnot og Slayer

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Já en það fer eftir forminu hversu mikið.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Já eg drekk upp að 6 litrum siðustu dagana og drekk svo 1-2 litra daginn fyrir mót.

Hvaða mót eru framundan hjá þér?

Það sem er næst a dagskrá hjá mér er:
Arnold Classic amatuer í Columbus Ohio febrúar 2013,
Loaded cup april 2013,
Olso grand prix april 2013,
Norðurlandamót Íslandi okt 2013

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Það er mjög mikilvægt ef maður ætlar sér að ná árangri í þessu sporti.

Hvaða sponsa ertu með?

Hreysti.  
Rose kjuklingur.  
Nings.  
LG simar.
Hámark.
World class Laugar.

Ertu með einhver ráð fyrir þá stráka sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?  

Gera sér plan og halda sig við það. Leita sér ráða hjá einhverjum sem hefur keppt áður og ekki vera að hlusta á marga i einu. Munið að fitness og vaxtarrækt er maraþon ekki spretthlaup.

Eitthvað að lokum?

Winners never quit and quitters never win !!!!
Minna mas meiri massi.