Magnea Gunnarsdóttir

MagneaFæðingardagur: 22. september 1994

Flokkur: Módel fitness

Keppnisbakgrunnur:
2012 Bikamót IFBB módelfitness unglinga 1. sæt                                    2012 Arnold Classic amateur Europe 10. sæti
2012 Íslandsmót unglinga módelfitness 2. sæti
2012 Arnold classic amateur bikini fitness E class 3. sæti
2011 Bikarmót IFBB unglinga módelfitness 3. sæti
2011 Íslandsmót IFBB unglinga módelfitness 2. sæti
Ég hef ekki ákveðið á hvaða móti ég muni keppa næst en ég hef nokkur í huga bæði á þessu ári og því næsta.

Hver eru þín markmið innan sportsins?

Þau eru einfaldlega bara að gera mitt besta og reyna að bæta formið á milli móta.

Ertu í námi eða vinnu?

Ég stunda nám við Menntaskólann við Sund  og vinn á kofa Tómasar frænda.

Hvernig gengur að sameina vinnu, nám og æfingar?

Ég er mjög skipulögð og hef náð að sameina vinnu, skóla, fitness og félagslífið.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég fór á mót árið 2010 að horfa á vinkonu mína keppa og eftir það þráði ég að komast í svona form. Það fyrsta sem ég gerði var að hafa samband við þjálfarann minn Konráð Gíslason og hann kynnti mig fyrir sportinu.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir fyrst?

Ég hafði lengi átt kort í World class en aldrei nýtt það neitt að ráði, kannski verið að mæta 1 – 2x í viku en síðustu 4 mánuðina fyrir mót var ég að mæta ca 6x í viku. Fyrir þetta hafði ég verið að æfa fimleika, fótbolta, handbolta og skíði.

Færðu stuðning frá fjölskyldunni?

Já ég á þeim mikið að þakka og þá sérstaklega móður minni. Hún hefur gaman af því að fylgjast með þessu sporti og er mikið í íþróttum sjálf. Hún veit hve erfitt þetta getur verið á köflum svo hún sýnir mér endalausa þolinmæði og tillitsemi.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu?

Já alveg nokkrar, held að Natalia Melo sé samt aðalfyrirmyndin. Mér finnst hún virðuleg og flott. Hún hefur líkamann og rosalega flotta útgeislun.

Hvar æfirðu og hvers vegna?

Ég er föst við World class. Ég hef einu sinni ætlað að skipta yfir í aðra stöð en ég entist þar bara í eina viku. Kostir World class eru margir en aðal kosturinn er sá að World class er á 10 stöðum, sem kemur sér vel þegar æft er 6 – 11x í viku.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Þeir eru voðalega svipaðir. Týpískur virkur dagur í niðurskurði:
05:45. Vakna og fer á morgun brennslu.
07:00. Sturta,borða og gera sig til fyrir skólan.
08:00-15.00 Skóli
15.00-17.00 læra, og elda kvöldmatinn.
17.00-18.30 Lyftingaræfing
18.30-19.00 Sturta, og borða kvöldmat
19.00- 22.30 Fer eitthvað út með vinkonum.
23.00 Uppí rúm að sofa.
Þetta er næstum eins hjá mér offseson, nema þá sleppi ég morgun brennslunni

Hver er uppáhalds æfingin þín?    

Uppáhalds æfingin mín er Arnold press, og svo er það uppáhalds rassaæfingin Glute bridges.

Er eitthvað sem þér finnst þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Já rass og læri og svo má auðvitað alltaf bæta sviðsframkomuna.

Hvernig er týpísk axlaræfing hjá þér?

Axlarpressa í Smith machine ( fyrir framan höfuð ) 6x 6-10
Dumbbell front raises 4x 6-10
Laterial raises ( liggja á hlið á hallandi bekk ) 4x 20
Upptog m/ beinni stöng ( held vítt og dreg stöngina upp að nafla til að einangra hliðaröxlina ) Þessa æfingu tek ég í FST7 æfingakerfinu 7x 6-10
Tog með kaðli ( fyrir rear deltoid ) 4x 10-15

Hvað tekurðu langan undirbúning fyrir mót?

Ég tók 12 vikur fyrir fyrstu 2 mótin en ég held mér mjög vel á milli móta þannig að núna tek ég bara 8 vikur.

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Já ég hef farið. Ég fór hjá Konna, Sif og Magga Sam.  Ég mæli eindregið með því og ég myndi eiginlega segja að það væri skylda fyrir stelpur sem eru að keppa í fysta sinni. Framkoma og pósur skipta svo miklu máli.

Hver er uppáhalds máltíðin þín í niðurskurðinum?

Ég elska kjúkling með bbqsósu, sætar kartöflur og nóg af fersku salati.
Þegar ég er ekki í niðurskurði held ég hins vegar mest upp á mexico kjúkinglasúpuna hennar mömmu.

Hvar kaupirðu fæðubótarefnin þín?

Öll mín fæðurbótarefni koma frá Sportlíf í Glæsibæ og Holtagörðum. Enda eru þeir með öll bestu fæðubótarefnin að mínu mati.

Ertu með einhverja sponsa?

Sportlíf, Hámark, Morgunkornið Byggi, Neglur og list, Sælan, World Class, Hárgreiðslustofan Greiðan, Augnhár og Neglur hjá Auði og síðast en alls ekki síst er það Under armour.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum, nú síðast Magnús Samúelsson, Freyja Sigurðardóttir, Kristín  Kristjánsdóttir og Aðalheiður Ýr og auðvitað allar stelpurnar sem fóru á Arnold classic í usa 2012 og 2011 og Kristbjörg Jónasdóttir í Arnold classic Europe 2011.. Af hverju er svona mikil vakning í fitness / módelfitness / vaxtarækt  á Íslandi og af hverju eru Íslensku keppendurnir að ná svona langt á stórmótum erlendis?

Mér finnst þetta alveg svakalegur árangur hjá okkur íslendingum. Þetta er ekkert smávegis miðað við hvað við erum lítil þjóð. Ég held að það sem er að hjálpa okkur að ná þessum frábæra áranagri er hvað við eigum góða þjálfara.
Ég  tel mig geta sagt að nær enginn af þessu fólki hefði náð sínum frábæra árangri án þess að hafa mjög hæfan þjálfara á bak við sig.

Eitthvað að lokum fyrir þær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Já, finna sér þjálfara sem þær fíla vel. Og þá mæli ég með Konráð Gíslasyni. Það að vera með þjáfara sem er með svar við öllum þínum spuringum í sambandi við sportið er alls ekki gefið mál, en það skiptir mjög miklu máli.  Það skiptir lika miklu máli að þjálfarinn viti hvað hann er að gera og stór plús að hann hafi oft  þjálfað fólk fyrir fitness áður. Svo finnst mér líka mikilvægt að stelpur séu búnar að setja sér stefnur eftir mót, hvernig þær ætli að haga mataræðinu og æfingum.