Lilja Björg Þórðardóttir

Lilja Björg

Fæðingarár: 1978

Flokkur: Figure fitness

Keppnisbakgrunnur:
2013 IFBB Tropeo Noray nacional 3. sæti
2013 IFBB Loft Gym Trofeo 2. sæti
2007 Íslandsmót IFBB 4. sæti
2004 Icefitness 3. sæti
2003 Íslandsmót Galaxy fitness
2003 Íslandsmót IFBB  7–11. sæti
2003 Íslandsmót Galaxy fitness 4. sæti

Hvað gerir þú?

Ég bý á Spáni, nánar tiltekið Valenciana, ásamt unnusta mínum og strákunum okkar tveimur.

Við höfum búið hérna í 4 ár og við vorum að enda við að opna ferðaskrifstofuna Lidon World Travel og hlakkar okkur mikið til að spreyta okkur á ferðabransanum hér á Spáni.

Nú ert þú að keppa í figure fitness, hvernig kom það til?

Ég var svo lánsöm að kynnast henni Sif Garðarsdóttur, sem var einnig fyrsti þjálfarinn minn heima á Íslandi og hún var á kafi í þessu og margfaldur meistari, ég smitaðist gjörsamlega af þessu og hef ekki enn þann daginn í dag losnað við "bakteríuna". Einnig var ég í þjálfun hjá Konráð Vali Gíslasyni sem leiddi mig í gegnum mín fyrstu mót. Snillingur þessi strákur og eins og sést á hans keppendum er hann með bestu þjálfurum landsins.

Hvað ertu búin að æfa í mörg ár?

Ég er búin að lyfta í 12 ár en áður en ég fór að lyfta spilaði ég handbolta með Stjörnunni og var um tíma í unglingalandsliðinu í handbolta en svo fluttist ég til Norgs og þá hætti ég í handboltanum. Þegar ég svo flutti aftur til Íslands fór ég að lyfta. Ég var búin að lyfta lóðum í 2 ár þegar ég keppti á mínu fyrsta móti Galaxy Fitness 2003. Ég ráðlegg samt stelpum að gefa sér lengri tíma í að byggja upp, alla vegna fyrir figure fitness. Núna ætla ég að taka mér 1 ár í að bæta mig enn frekar og keppa svo næst á Arnold classic europe 2014 og vonandi gera góða hluti þar.

Hvernig gengur að sameina móðurhlutverkið, vinnuna og fitness lífstílinn?

Það gengur alveg ágætlega en það krefst skipulags og dagarnir geta verið ansi strembnir en allt hefst þetta einhvern veginn. Mér hefur alltaf fundist ég “funkera” best undir miklu álagi. Sem betur fer fæ ég mikinn suðning frá fjölskyldunni enda krefst svona undirbúningur, eins og áður segir, mikils skipulags og er dálítið tímafrekur. Vil nota tækifærið og þakka yndislega manninum mínum fyrir stuðninginn og svo er það Monika vinkona mín sem hefur til að mynda verið mér algjör stoð og stytta og passar fyrir mig þegar ég þarf á því að halda og hvetur mig áfram ef ég er eitthvað að missa dampinn, ómetanlegt! Einn stór kostur við það að vera á Spáni er hversu ódýrt það er að borða hollt hérna og eins fæ ég öll mín fæðubótarefni mjög ódýrt. Það er mér óskiljanlegt hvernig maður fór að þessu á Íslandi.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Ég vakna kl 07:30 og græja strákana mína í skólann, ég er yfirleitt búin að hafa allt til kvöldið áður því annars snýst ég bara í hringi í kringum sjálfa mig og þá verður ekkert úr verki. Keyri strákana mína í skólann rétt fyrir 09:00. Þaðan fer ég svo beint á æfingu. Ég hef fundið það út að ég skila minni bestu æfingu fyrir hádegi og æfi yfirleitt aldrei eftir kl 15:00. Eftir æfingu skelli ég mér heim í húsmæðra starfið ( það er sko ekkert grín að halda hreint heimili með 3 strákum og 2 hundum). Ég undirbý mínar máltíðir tvisvar í viku, á sunnudögum og miðvikudögum og þá elda ég allt nema morgunmatinn minn og fiskinn, þetta vil ég hafa nýlagað svo ég geti notið þess. Ég hef verið að vinna 3x í viku því að Alexander litli snúðurinn minn hann er bara í skólanum til hádegis 2 daga í viku og þá dúllum við okkur saman á daginn og förum á róló eða út að hjóla. Svo er það bara kvöldmatur fyrir fjölskylduna og stingst ég ekkert undan því þó ég sé á öðru mataræði. Hef meira segja bara gaman af því að baka og dúllast fyrir strákana mína ( ég veit ekki hvort það flokkast undir sjálfspíningu hahaha). Svo kem ég litla í rúmið og á Það til að sofna bara með honum um 21:30 sem er bara mjög fínt því að það er mikilvægt að hvílast vel í svona undirbúningi.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu?

Erin Stern, Nicole Wilkins og svo er ég komin með eina nýja uppáhalds sem mér finnst alveg SVAKALEGA flott og heitir hún Alea Suarez.

Eru sambærilegar líkamsræktarstöðvar á Spáni eins og World Class?

Það er ekkert sem jafnast á við World Class Laugar og ég var smá tíma að finna stöð sem mér virkilega líkaði við. Ég hef farið aðeins á rúntin milli stöðva og er nú komin „full circle“ og æfi á uppáhalds stöðinni sem er Sport-in í Torrevieja.

Með hverjum æfirðu?

Besta vini mínum Mr. Ipod. Ef að hann gleymist heima þá sný ég við til að sækja hann. Tónlist virkar vel á mig til að koma mér í gírinn. Annars er ég með einkaþjálfara sem ég hitti 1x í viku. Hann heitir Santiago Cano og er unglingameistarinn í vaxtarrækt hérna á Spáni.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Ég er með mjög hraða brennslu þannig að oftast nægir mér að æfa 1x á dag. Ég er að lyfta 5 sinnum í viku og tek svo brennslu eftir lyftingar. Svo kemur fyrir að ég taki brennsluna á morgnana og lyfti svo seinni part en það er ekki oft.

Ég set vikunu svona upp:

Dagur 1. Axlir og kviður
Dagur 2. Fætur
Dagur 3. Bak og kvið
Dagur 4. Hendur
Dagur 5. Hamstring, gluteus og kviður.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa?

Ég ELSKA að æfa axlir og tek stundum prógröm þar sem ég tek þær tvisvar í viku, einu sinni þungt svo aftur létt.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Hliðarlyftur í trissu.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

Ég hef tekið frá 7 vikum en fyrir Tropeo Noray mótið tók ég 14 viku. Tók eitt „upphitunar og æfingamót“ fyrir mig 11. Maí, til að losna við mesta sviðskrekkinn. Hef ekki keppt síðan 2007.

Vigtar þú matinn í niðurskurði?

Já það geri ég alltaf. Þetta eru ákveðin vísindi, ef það eru gerðar breytingar á mataræðinu eða „tweaking“ eins og það kallast þá eru breytingarnar litlar og því er gott að vigta allt.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Ég er með lax og nautakjöt til skiptis í síðustu máltíðinni minni og það er klárlega uppáhalds!

En í offseason?

Ég er sökker fyrir eldbökuðu pizzunum á 222 sem er í hverfinu mínu....alveg drukknaðar í osti.

Notar þú fæðubótarefni?

Já ég nota Whey prótein, glutamín, kreatín, pre workout, vítamín og fiskiolíu og BCAA.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Ég var ekki ánægð með hvað ég var flöt á mótinu í mai miðað við vikuna á undan en við náðum að bæta það núnai. Svo fyrir næsta ár vil ég bæta breidd í baki og stækka fætur aðeins.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Mér finnst það alveg stórkostlegt, var svo heppin að fá að fylgja Freyju Sigurðardóttur á Mr. Europe mótið þar sem hún náði 2. sæti og vakti gríðarlega athygli. Við eigum áberandi fallega og flotta keppendur og get ekki verið annað en stolt af þeim.

Hefurðu áhuga á að keppa meira erlendis?

Já nú verður reyndar tekin pása fram á næsta ár og þá stendur til að keppa á Copa Nacional og svo Arnold Classic europe.

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Ég myndi segja að maður þyrfti að vera andlega vel undir þetta búin og að hafa gaman af ferlinu. Þetta á ekki að vera einhver kvöð eða pína að vera skera niður. Það er stórkostlegt að sjá hvað maður getur gert með „hard work & determination“.

Uppáhalds quote?

My determination to succeed outweighs ANY EXCUSE to fail...
NOTHING will stand in my way! NOT EVEN ME! GO HARD! NO EXCUSES!

Eitthvað að lokum?

Vonast til að sjá sem flesta íslendinga á komandi mótum hérna á Spáni.