Kristrún Sveinbjörnsdóttir

KristrúnFæðingardagur: 29. september

Flokkur: Fitness - Unglingaflokkur

Keppnisbakgrunnur:
2011 Bikarmóti IFBB módelfitness -163cm 2.sæti
2012 Arnold Classic USA bikini fitness 5.sæti
2012 Íslandsmót IFBB unglingafitness 1.sæti

Við hvað vinnurðu?

Ég vinn í World class, turninum í Kópavogi

Hvernig gengur að sameina vinnu og æfingar?

Það gengur vel, en ég þarf að vera mjög skipulögð.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég var búin að vera mikið í ræktinni og langaði að fara lengra með það.
Langaði að keppa til að ýta mér áfram og ná meiri árangri.

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Ég var í samkvæmisdansi í 8 ár.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Ég æfði í ca 3 mánuði.

Finnst þér að bakgrunnur þinn í íþróttum hafi hjálpað þér í módelfitness?

Já, ég er mjög örugg á sviði og eitt það miklvægasta sem ég lærði í samkvæmisdansi er að ganga á háum hælum, það er mjög mikilvægt að kunna það í fitness.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Já. Það eru allir mjög hjálpsamir.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Að æfa að krafti og vera alltaf ánægð með minn árangur.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Nei, ekki beint. Mér finnst þó margar mjög flottar en það er engin ein sem mér finnst flottust.

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju?

World class Laugum. Þar er lang besta aðstaðan til lyftinga, brennslu og slökunar.

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga?

Ég æfi yfirleitt ein. Næ þannig bestu einbeitingunni.
Ég er í fjarþjálfun hjá Konráði Gíslasyni.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Ef ég er í niðurskurði þá byrja ég daginn á 45-60 mín brennslu, borða morgunmat og fer í skólan. Eftir skóla fer ég og lyfti. Sæki svo salatið mitt á ginger og fer í vinnuna eða geri eitthvað skemmtilegt með vinum mínum.
Dagurinn minn er voða svipaður þegar ég er offseason, nema þá sleppi ég yfirleitt brennslu æfingunum.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Þegar ég er í niðurskurði þá fer ég tvisvar á dag 6 daga vikunnar, hvíli alltaf á sunnudögum. En þegar ég er offseason þá æfi ég einu sinni á dag 6 daga vikunnar.

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Ég lyfti 6 daga vikunnar. Ég byrja á öxlum og þríhöfða, svo tek ég fætur og kálfa. Næst tek ég bak og mjóbak, næst gluteus og tvíhöfða. Dag 5 tek ég svo brjóst og axlir og dag 6 hamstring, gluteus og kálfa. Ég tek kvið ca þrisvar í viku.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Bak. Mér finnst það líklega skemmtilegast því ég er fljót að sjá árangur.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Klárlega yfirtog!

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Já, ég fór á pósunámskeiðið hjá Magga Sam, Sif og Konna. Mæli klárlega með því, þar lærir maður allt um sviðsframkomu, hvernig maður á að halda pósunum og hvernig allt mótið gengur fyrir sig. Svo er líka svo nauðsynlegt að æfa pósurnar vel og það er frábært að fá svona snillinga til að segja sér til.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

Fyrir fysta mótið mitt tók ég 3 mánuði og hélt svo áfram í niðurskurði því það var alltaf svo stutt á milli móta hjá mér. Ég tek 12 vikur fyrir Íslandsmótið 2013.

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Ég gerði það fyrst, en ég var fljót að læra hvernig t.d. 150gr af kjúkling lítur út svo ég þarf þess ekki lengur.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Ginger salatið mitt!

En í offseason?

Humar með hvítlauks rjómaostasósu.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Glutamin, CLA, Whey protein - allt frá QNT sem fæst í Core í skeifunni.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Ekki í einstaklingstíma en á fyrirlestur.

Ferðu reglulega í nudd?

Já, ég fer í nudd hjá Jóni Þóri íþróttanuddara.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Dupstep! Kemur mér alltaf í gír.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

já, ég byrja 10 dögum fyrir mót að vatnslosa

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Ég þarf að bæta pósurnar mínar og skurðinn í lærunum.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Bara æðislegt. Sýnir hvað við eigum mikið að metnaðarfullu og frábæru fólki.

Hefurðu áhuga á að keppa meira erlendis?

Já. Eins og er þá langar mig mest á heimsmeistaramót unglinga sem er í desember.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Það hefur hjálpað mér ekkert smá mikið. Gerir þetta svo miklu auðveldara því þetta er ekkert fyrir alla sem eru t.d. í skóla, þetta er svo dýrt sport. En með góðum sponsum er þetta vel hægt.

Hvaða sponsa ertu með?

Ginger Reykjavík, þar fæ ég kjúklingasalat á hverjum degi, Under armour íþróttaföt, Core í skeifunni þar sem ég fæ öll fæðubótarefnin mín, Jón Þór íþróttanuddara,  World Class Iceland og Iceland fitness.

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti? 

Það er mikilvægt að átta sig á hvað fitness er og vita vel hvað maður er að fara út í. Það er ekki hægt að vera alltaf í keppnisformi. Ég mæli með að allir séu með þjálfara eða einhvern til að leiðbeina sér.

Eitthvað að lokum?

Muna að vera alltaf að keppa við sjálfan sig en ekki aðra, gera alltaf sitt besta því þá getur maður alltaf verið ánægður með sig.