Kristín Sveiney Baldursdóttir

Kristín SveineyFæðingardagur: 18. janúar 1982

Flokkur: Fitness kvenna yfir 163 cm

Keppnisbakgrunnur:
2012 Bikarmót IFBB 1. sæti og overall sigurvegari.

Við hvað vinnurðu?

Ég vinn sem klinka á tannlæknastofunni Valhöll.

Hvernig gengur að sameina vinnu og æfingar? 

Það gengur ágætlega yfirleitt en þarfnast auðvitað mikillar skipulagningar. Í minni vinnu er  ekki fastur matartími heldur er bara hent í sig þegar opnast smuga sem getur verið erfitt þegar maður er að reyna að borða á 2 til 3ja tíma fresti. Sem betur fer er samstarfsfólk mitt meðvitað og reynir að hjálpa mér með þetta.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?  

Það hefur lengi blundað í mér sú löngun að taka þátt í svona móti og loksins gafst mér tækifæri til að æfa af fullum krafti í nógu langan tíma til að verða keppnishæf.

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum? 

Ég hef aldrei stundað neinar íþróttir nema hestamennsku eins furðulega og það kannski hljómar. Hinsvegar hef ég alltaf verið kraftalega vaxin og sterk að eðlisfari.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Ég er búin að vera að æfa síðan í apríl 2012 stanslaust að mótinu núna í nóvember. Sumarið og allur frítími fór í æfingar og ekkert gefið eftir. Sleppti meira að segja ferð til útlanda með vinnunni til að missa ekki úr æfingum og sé ekki eftir því í dag. Þetta voru því strangir 8 mánuðir sem fóru í undirbúning fyrir þetta fyrsta mót mitt.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði? 

Já mikinn stuðning enda algjörlega nauðsynlegur þegar fólk er með fjölskyldu í þessu sporti og ég tala nú ekki um þegar maki manns er líka að keppa. Ég og unnusti minn Hlynur Guðlaugsson erum svo heppin að eiga góða að sem hjálpa okkur með stelpurnar okkar 2 til 3x í viku svo við getum æft áhyggjulaus eftir vinnu.

Hver eru markmið þín innan sportsins? 

Mitt helsta markmið er að ná persónulegum bætingum í hvert skipti sem ég keppi og í raun sjá hversu langt ég kemst. Þetta sport er einstaklingsíþrótt og þú veist aldrei hverjum þú mætir á sviðinu svo það eina sem þú getur gert er að koma í þínu besta formi hingað til hverju sinni og vona að það skili þér árangri.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Ég hef aldrei heillast af því að eiga mér einhver idol en hef reynt að pikka upp kosti í fari fólks og taka mér til fyrirmyndar. Í þessu sporti er auðvelt að heillast af skrokkum og einhverju ákveðnu útliti en þú getur aldrei yfirfært það alveg á sjálfan þig, þú verður bara að gera það besta sem þú getur með það sem þú hefur. Og vera sáttur við það. En ég heillast mest af fólki í þessu sporti sem nær að eiga eðlilegt líf fyrir utan ræktina enda er þetta bara áhugamál og langar mig þá helst að nefna vinkonu mína hana Hildu Elisabeth Guttormsdóttur.

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju? 

Við æfum mest í World Class Hafnarfirði því það hentar okkur lang best þar sem við búum í Hafnarfirði. Við förum einstaka sinnum í Laugar til að fá tilbreytinguna eða þegar lokað er í Hafnarfirðinum.

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga?

Ég æfi alltaf með unnustanum og það hefur skilað okkur þessum árangri sem við náðum, við gerðum þetta sem liðsheild. Ótrúlega skemmtilegt að geta skeggrætt allar hliðar sportsins við sinn nánasta og hjálpast að við að ná settum markmiðum.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Vakna kl 07 og græja dæturnar í skóla kl 08, fer sjálf til vinnu kl 09. Vinn til 17 flesta daga eða lengur, þá er það æfing og svo elda kvöldmat og nesti fyrir næsta dag. Heimavinna hjá stelpunum og svo er háttatími hjá þeim kl 21. Gönguferð með tíkina og svo er háttatími hjá mér um 23. Nokkuð einfalt og lítið sem má útaf bregða til að allt ruglist og því mikilvægt að reyna að halda plani svo allir fái sitt.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Við æfum 4 til 6x í viku offseason en allt upp í 10 til 14x í niðurskurði.

Hvað lyftirðu oft í viku? 

Ég lyfti ca 5 sinnum í viku og ég skitpi líkamanum gróflega í:
1) Bak og bicep
2) Brjóst og tricep
3) axlir
4) læri og kálfar
5) Hamur og rass.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa?

Ég elska að æfa axlir því ég er sterk þar. Lappir líka því það er eitthvað sem ég hef þurft að leggja mikið á mig til að stækka.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Úff það er mjög erfitt að velja einhverja eina, ætli ég verði ekki að segja axlapressa með handlóðum eða skábekkur.

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Já ég fór á pósunámskeið hjá Ifitness.is og Magga Sam fyrir bikarmótið 2012 og mér fannst það algjörlega nauðsynlegt.  Fann það rosalega vel þegar á sviðið var komið hversu mikilvægur þessi undirbúningur var.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

Ég tók gróflega 12 vikur fyrir þetta mót.

Vigtaðiru matinn í niðurskurði?

Ég var lítið í að vigta matinn minn.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður? 

Mér finnst nú engin máltíð sérstaklega góð í niðurskurðinum en sú skársta var kjúklingabringa með káli.

En í offseason? 

PIZZA með pepperoni, bönunum og rjómaosti!

Hvaða fæðubótarefni notarðu? 

Whey prótein, Amino Energy, Casein prótein kreatín.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Nei en mun líklega gera það haldi ég áfram á þessari braut því þetta sport er erfitt fyrir andlegu hliðina og alltaf gott að fá góð ráð og hjálp þegar maður er undir miklu álagi.

Ferðu reglulega í nudd?

Já hef reynt að fara í nudd 1 sinni í viku og fannst það gefa mér mikið.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Nei bara á kallinn minn hvetja mig áfram. En þegar ég var að taka mikla brennslu þá var gott að hafa eitthvað í eyrunum.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót? 

Já ég minnkaði kolvetnin mikið síðustu dagana en fannst það jafnframt rosalega erfitt var ofsalega glöð þegar ég mátti hlaða aftur.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót? 

Já ég gerði það núna.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Ég þarf að vinna í kvið og löppum fyrir næsta mót.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum? 

Það er bara frábært að sjá íslenska keppendur ná árangri úti og gaman að sjá að við eigum fullt erindi á þessi mót. Standardinn hér á landi er það hár og við eigum marga sterka keppendur.

Hefurðu áhuga á að keppa meira erlendis?

Já  ég hef áhuga á að skoða það að keppa erlendis verði formið betra en hef ekkert skoðað hvaða mót ég myndi velja. 

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa? 

Það er nauðsynlegt fyrir fólk sem á ekki fúlgur fjár.

Hvaða sponsa ertu með? 

Innes, Hummel, Hámark, Heilsa, Perform.is og Prentun.is.

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur  sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Helst vil ég ítreka fyrir fólki að vera að þessu á réttum forsendum því þetta er erfitt líkamlega og andlega á tímum og fyrir ómótaða einstaklinga getur það leitt til mikilla erfiðleika.

Eitthvað að lokum? 

Don't cry because it´s over, smile because it happened! :D