Karen Lind Richardsdóttir Thompson

Karen Lind

Fæðingardagur: 20. mars 1990

Flokkur: Módelfitness -171cm

Keppnisbakgrunnur:
Loaded cup dk 2013, 4. sæti
Íslandsmót IFBB 2013, 1. sæti
Bikarmót IFBB 2012, 1. sæti
Arnold classic Europe 2012, 13. sæti
Íslandsmót IFBB 2012, 1. sæti

Við hvað vinnurðu?

Sem stendur er ég leiðbeinandi á leikskóla ásamt þvi að vinna á Sólbaðstofunni Smart og hef einnig verið að taka að mér fjarþjálfun. En planið er að taka fulla vinnu sem einkaþjálfari næsta vetur.

Hvernig gengur að sameina vinnu og æfingar?

Dagskráin er yfirleitt alveg full bókuð frá morgni til kvölds en ef maður skipuleggur sig eru allir vegir færir. Mín “hvíldarstund” er líka í ræktinni, þar safna ég upp þeirri orku sem ég þarfnast.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég sat eitt kvöldið að skoða myndir af bikarmótinu sem var 2011 og hugsaði með sjálfri mér “ég get þetta alveg”. Hef alltaf verið að lyfta og ákvað að láta slag standa og leggja þessa þraut fyrir sjálfa mig

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum? 

Hef alltaf verið virkur íþróttaiðkandi og stundaði meðal annars fótbolta, frjálsar og blak þegar að ég var barn og unglingur.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Ég hafði verið búin að lyfta og æfa í 4 ár  en hafði svo hafið markvissa þjálfun um 4 mánuðum fyrir mót.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í íþróttum hafa hjálpað þér í módelfitness?

Ég tel að bakgrunnur minn hafi haft gríðarlega mikil áhrif fyrir módelfitnessið. Hann hefur byggt upp íþróttalegt útlit vöðvanna og hef þar með ekki þurft eins mikinn undirbúning eins og ef ég hefði þurft að byrja algerlega frá grunni.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Ég hef fengið gríðarlegan stuðning frá kærastanum og fjölskyldu, og það skiptir mig miklu máli að hafa góðar stuðningsríkar manneskjur í kringum mig í þessu ferli.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Markmiðin mín eru að taka bara eitt mót í einu. En mig langar að komast langt í þessu sporti og taka 1-3 mót utan land steinanna á ári. En eftir hvert mót punkta ég niður hvað það er sem ég myndi vilja bæta hjá sjálfri mér og vinn að þvi fyrir næsta mót.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Hér heima hefur Ranný Kramer verið fyrirmyndin þar sem hún hefur alltaf haldið kvennlega mittinu og er svo staðföst á sínum markmiðum. Úti hefur Amanda Latona sterk tök hjá mér og Natalia Melo, ótrúlega flottar stelpur þar á ferð.

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju?

Ég er mest i world class spönginni þar sem það er svo nálægt heimilinu en mér finnst  gott að geta skoppað á milli stöðva  og breytt til og það finnst mér svo gott við að vera hjá World class.

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga?

Ég æfi oftast ein en alltaf með góða tónlist í eyrunum til þess að halda mér „motivated“ . Tónlistin skiptir miklu máli fyrir mig þegar ég er að æfa. En stundum fer ég með kærastanum sem að ýtir mér með heraga áfram!

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Vakna um 7:30 og fæ mér hafragraut í vinnunni. Eftir vinnu fer ég í göngu með hundana mina og tek svo smá afslöppun og tölvurúnt og svara e-mailum. Elda næst kvöldmat og fer í ræktina um 8 leytið. Næst er það smá afslöppun heima og svo er það svefninn ljúfi.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Í niðurskurðinum æfi ég  allt uppí 8-10 sinnum í viku. En í off seaso æfi ég 5-6x i viku. En mér finnst alltaf gott að eiga auka æfingar dag sem er valfrjáls hjá mér. Enda samt yfirleitt með þvi að taka auka æfingardaginn.

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Ég skipti líkamanum niður í  Brjóst og þríhöfði – fætur og axlir – Bak og tvíhöfði- auka þríhöfða æfing og brennsla og á sunnudögum tek ég hnébeygju og réttstöðulyftu. Svo þetta eru um 5 lyftingar dagar.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Mér finnst svo gaman að taka bak og rass. Maður sér muninn á sér svo vel á bakinu og rassinum og maður  er líka með eilífðar markmið að stækka og móta þennann blessaða bossa.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Nýja uppáhalds æfingin mín er Réttstöðulyfta og svo hnébeygja í adductor vélinni.

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Ég hef farið á 2 pósuneimskeið og mæli ég eindregið með því þar sem æfingin skapar meistarann og það er gott að fá sjónarmið frá fagaðilum. En maður getur alltaf unnið í betra göngulagi, pósum og  eykur það einnig sjálfstraustið hjá manni þegar kemur að því að fara upp á sviðið.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

Ég tek um 8 vikur en ég á það til að rýrna svo fljótt svo ég fer mjög varlega í brennsluna.

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Ég vigta hann ekki beint en ég get verið mjög nákvæm í að sirka út. Ég er líka dugleg að hlusta á líkamann og vera með fjölbreytni.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Uppáhaldið mitt í niðurskurðinum eru spínats ommilettur. Algjört nammi.

En í offseason?

Offseason uppáhalds en einnig spari máltíðin mín er Slátur með uppstúf og kartöflum. Er mikið sveita barn og er slátur alltaf fyrst á lista yfir mat sem mig langar í eftir mót .

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Ég nota fæðubótarefni frá fæðubót.s og er það aðallega: kre-Alkalyn, Karbolyn, whey, casein prótein, IGF mysuprótein,  LG5- Pro glútamín, mega cla og ZMA.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Ég hef ekki gert það en hef mikinn áhuga fyir því að prufa það.

Ferðu reglulega í nudd?

Af sökum tímaskorts hef ég ekki getað farið eins oft og ég hefði viljað en ég fer þó í sjúkranudd ef ég finn að eitthvað er ekki í lagi

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Ég er alltaf með tónlist í eyrunum þegar ég er að æfa og er líka dugleg að skipta um lagalista til þess að halda mér gangandi.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Já ég geri það og finnst það alveg mikilvægt til þess að vera ekki „flöt“ á sviðinu.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Ég byrja vatnslosun 7 dögum fyrir mót já.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Ég ætla að bæta uppá hliðarkviðvöðvana og svo er bossinn alltaf í uppbyggingu.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Mér finnst alveg frábært hvað íslenskir keppendur eru að ná langt á erlendum mótum og ég fyllist alltaf af svo miklu stolti eftir því sem þeir komast lengra og lengra.

Hefurðu áhuga á að keppa meira erlendis? Ef svo, hvaða mót finnst þér mest spennandi?

Mér þykir erlendu mótin mjög spennandi og eru þau alveg á dagskránni hjá mér. Mér finnst Arnold mótin alltaf spennandi og auðvitað heims- og evrópumót.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Það auðveldar allan undirbúning fyrir mót að hafa sponsa. Mér þykir líka eins og maður sé að fá aukinn andlegann stuðning með því að hafa styrktaraðila.

Hvaða sponsa ertu með?

Mínir sponsar sem hafa staðið með mér í þessu eru: Fæðubót.is, Under Armour, Stjörnubros, Akríl neglur Guggu, Marko merki og World class.

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Skipulag er mikilvægt og að muna að hafa gaman af þessu. Verðum alltaf að muna að hafa andlegu hliðina í lagi og vinna að henni jafnt sem og líkamlegu hliðinni.

Eitthvað að lokum?

If you fail to plan, you plan to fail!