Jara Sól Guðjónsdóttir

Jara SólFæðingardagur: 27. október 1989

Flokkur: Módelfitness – 163 cm flokkur

Keppnisbakgrunnur:
2012 Bikarmót IFBB módelfitneess - 163 cm flokkur 1. sæti
2012 Íslandsmót IFBB módelfitness - 163 cm flokkur 1. sæti

Við hvað vinnurðu / nám?

Ég er stúdent og  stefni á háskóla eftir ár. Ég stefni á lögfræði eða barnasálfræði en allt getur breyst :) núna er ég að vinna á leikskólanum Aðalþing og hárgreiðslustofunni Modus og í skór.is/kaupfélaginu auka.

Hvernig gengur að sameina vinnu, nám og æfingar?

Það er brjáluð vinna en það gengur upp :)

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég var að melta það allan janúar 2012  hvort ég ætti að keppa í apríl og ákvað það í febrúar og fór á fullt, en ástæðan var sú að besta vinkona mín var að fara keppa og þá langaði mig líka að prufa.

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Ég æfði sund á yngri árum, en var alltof mikil gelgja og fannst það hallærislegt og hætti, sem ég sé mjög eftir í dag! Svo var ég eitthvað í fótbolta.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Ég hef alltaf verið í ræktinni og verið í ágætis formi, en byrjaði svona af alvöru 2 mánuðum fyrir mót.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í íþróttum hafa hjálpað þér í módelfitness?

Já vissulega, en ég sé ekki þetta bak sem ég ætti að vera með miðað við að ég var að æfa sund og var með þeim bestu þar, hmm..

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Ekki peningalegan stuðning, en fæ vissulega stuðning, þótt þau séu nú ekki mikið inní þessu sporti.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Ég er í rauninni ekki með nein markmið eins og staðan er núna.  Þetta var eiginlega bara skyndiákvörðun hjá mér, ég er að byrja í uppbyggingu núna og ætla svo að sjá til með framhaldið :)

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Mér finnst margar hrikalega flottar hérna heima! Unnur Kristín, Katrín Edda, Magga Gnarr og margar fleiri. Erlendis finnst mér Andreia Brazier, Nicole Nagrani, og Nathalia Melo allar fáránlega flottar.

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju?

Í Sporthúsinu, æji það er bara svo heimilislegt og maður er farin að þekkja fólkið sem er þarna alla daga eins og maður sjálfur.

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga?

Ég æfi oft ein en annars með vinkonu minni.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Fer í vinnuna kl 9 -17, fer svo beint í ræktina, heim að elda, svo eru kvöldin alltaf óráðin :)

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

11 sinnum í viku í niðurskurði, en annars 5 daga vikunnar, stundum 6.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Axlir og hamstring, því það er eitthvað sem mig vantar! Þetta hýtur að fara að koma ;)

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Allar axlaræfingar og eins mikið og ég hata stiff þá elska ég hana.

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Ég hef farið á pósunámskeið, alltaf hjá Konna, Sif og Magga Sam. Mæli með því fyrir allar stelpur, hvort sem þú ert vön eða ekki, þetta er hluti af undirbúningnum og gerir hann skemmtilegri, líka gaman að hitta stelpurnar sem eru að fara keppa.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

14 vikur.

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Já, en hef alveg oftar en 10 sinnum slumpað á grömmin ehhem..

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Lax alveg klárlega.

En í offseason?

Lambalæri, grjónagrautur, Piri Piri kjúklingur á Saffran, slátur með jafning,

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Ég nota eingöngu fæðubótarefni frá QNT sem ég versla hjá Core.is
Glutamine,
Krea Cell,
Whey Protein,
Casein prótein,
CLA,
hörfræolíu.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Nei en þyrfti örugglega að gera það, held að það sé nauðsynlegt.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Þungarokk þegar ég er að lyfta, Rammstein og Korn, en danstónlist í brennslunni.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

10 daga vatnslosun.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Ég ætla að bæta allt, axlir axlir axlir númer 1,2 og 3, ham,  og fá meiri skurð í allan líkamann.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Ég er svo montinn að vera Íslendingur :) Mér finnst þetta geggjað hvað við eigum marga flotta skrokka hérna á þessu litla landi okkar.

Hefurðu áhuga á að keppa erlendis?

Ég hef áhuga á því já. En hvaða mót veit ég ekki, ég á alveg eftir að kanna hvað er í boði.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Mjög mikilvægt! Þetta er dýrt sport og það er dýrt að kaupa fæðubótarefni án þess að vera með neinn afslátt eða díl. Það munar alveg helling.

Hvaða sponsa ertu með?

Kiss sponsar mig með skarti,
Core.is með fæðubótaefnum,
Under Armour sér um fötin,
Neglur og List, Lára Ólafía sér um neglur og augnhár,

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Finna sér einkaþjálfara sem fyrst sem veit hvað hann er að gera og hefur reynslu í þessu sporti. Vita hvað þú ert að fara út í, vera með hausinn í lagi 1,2 og 3. Maður verður að átta sig á því að maður er aldrei svona flottur alla daga eins og maður er á keppnisdaginn sjálfann. Þá er maður alveg upp á sitt besta, ég fékk sjokk t.d. eftir mótsdag þegar ég var vötnuð, en núna er maður reynslunni ríkari.

Eitthvað að lokum?

Takk fyrir mig :)