Íris Arna Geirsdóttir

Íris ArnaFæðingardagur: 2. maí 1987

Flokkur: Módel fitness / Bikini model

Keppnisbakgrunnur:
2012 Heimsmeistaramót áhugamanna WBFF, Toranto Kanada 1. sæti
2010 Reykjavík Grand Prix 2. sæti
2010 Íslandsmót IFBB 2. sæti
2009 Íslandsmót IFBB módelfitness 1. sæti

Á hvaða mótum hefur þú keppt?

Ég keppti fyrst á Íslandsmóti IFBB í apríl 2009 á Akureyri. Eftir það tók ég Íslandsmót IFBB í apríl 2010 og Reykjavik Grand Prix. Grand Prix mótið var haldið viku eftir Íslandsmótið. Síðasta mótið sem ég keppti á var svo heimsmeistaramót áhugamanna hjá WBFF sambandinu sem haldið var í Toranto Kanada í ágúst 2012.

Við hvað vinnurðu?

Ég er nýútskrifuð með BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík, í dag er ég að sinna fyrirtækinu mínu VIVO, sem sérhæfir sig í markaðsmálum og kynningarstarfsemi.  

Hvernig gengur að sameina vinnu og æfingar?

Það gengur ágætlega en þetta krefst skipulags og sjálfsaga, það er aðalatriðið. Mér finnst persónulegra mun betra að gera þetta með vinnu en skóla, hef prufað bæði og finnst mér voða erfitt að vera i krefjandi háskólanámi og í undirbúningi fyrir mót á sama tíma.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á líkamsrækt og heilbrigðum lífstíl.

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Ég hef stundað nokkrar íþróttagreinar í gegnum tíðina en ekki í langan tíma í senn, hef verið mikið í leiklist þegar ég var lítil og leikið í fjölda leikritum og hef því verið oft á sviði áður.  

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Ég keypti mér mitt fyrst World Class líkamsræktarkort þegar ég var 14 ára gömul og hef því verið að æfa lengi og hefur það verið mitt helsta áhugamál. Ég byrjaði mikið í þolfimitímum eins og spinning, pallatímum yoga o.fl og byrjaði síðan að lyfta þegar ég var ca 17 ára gömul.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Já, ég fæ mjög mikinn stuðning frá fjöldskyldu og vinum. Fjöldskyldu minni finnst mjög gaman að fylgjast með mér og hafa þau fengið mikinn áhuga á heilbrigðari lífstíl í gegnum þetta ferli hjá mér.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Ég er búin að ná þeim markmiðum í sportinu sem ég ætlaði mér að ná, ný markmið hafa hinsvegar verið sett fyrir komandi ár.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Ingrid Romero er alveg í uppáhaldi.

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju?

Mér finnst best að æfa í World Class laugum. Þar eru öll þau tæki sem maður þarf og mikið af skemmtilegu fólki sem maður hittir á hverjum degi. Einnig finnst mér yndislegt að fara í baðstofuna í Laugum eftir æfingar.

Með hverjum æfirðu?

Ég æfi með Jóhönnu Hildi fitness skvísu og Magneu Gunnarsdóttur sem er í módel fitness og erum við duglegar að styðja hvor aðra þegar við erum í niðurskurði.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Ég æfi alltaf 6 sinnum í viku, tek hvíldardaga á sunnudögum,  en fyrir mót , ca 4 vikum fyrir, þá fer ég 12 sinnum í viku. Ég tek brennsluæfingu á morgnana og lyftingaræfingu seinnipartinn.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Núna eru axlaræfingar í miklu uppáhaldi.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Axlaræfingarnar lying reverse fly og Horizontal pulldown.

"myndband"

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Já hef farið á pósunámskeið og myndi ráðleggja öllum keppendum að fara á slík námskeið.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

Ég tek 8-12 vikur í niðurskurð fyrir mót.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Uppáhalds máltíðin mín í niðurskurði er ommeletta, 200 ml af eggjahvítum og 30 gr af haframjöli.

En í off-season?

Saffran pizza er í uppáhaldi, annars er ég meira fyrir sætindin :)

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Ég nota fæðubótarefni frá Nutramino, hreint  whey prótein, creatin, glutamin og casein prótein fyrir svefn.

Ferðu reglulega í nudd?

Já, ég fer reglulega til Víðis Þórs í World class Laugum og svo fer ég í sjúkranudd einu sinni í viku í orkuhúsinu.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Já ég hlusta alltaf á tónlist, sérstaklega á brennsluæfingum, þá finnst mér nauðsynlegt að hafa vel valdna tónlist á æfingum.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Ég tók smá hleðslu einum degi fyrir mitt síðasta mót en það fer allt eftir hvað Konrá Valur Gíslason einkaþjálfarinn minn ráðleggur mér að gera hverju sinni.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Ég hef tekið vatnslosun fyrir mót en í dag tek ég væga vatnslosun, drekk sem sagt lítið vatn á keppnisdag.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Það er alltaf hægt að bæta sig og gera betur, en ég myndi helst vilja bæta axlir, rass og læri fyri næsta mót.

"myndband"

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Mér finnst það æðislegt, sýnir hvað sportið er orðið stórt og vinsælt hér á landi. Mér finnst samt að sportið ætti að fá meiri athygli frá íslenskum fjölmiðlum.

Hefurðu áhuga á að keppa meira erlendis?

Já ég er að fara erlendis í nám og mig langar að skoða mót á Ítalíu.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Það er mjög mikilvægt, þetta er dýrt sport og erfitt að standa undir öllum kostnaði sjálfur.

Hvaða sponsa ertu með?

Nutramino
Ginger
Makeover snyrtistofu
Nings
Sillu makeup
Verslun Kiss í kringlunni
World Class laugum
Laugar spa
Epilsoft
E-label hárvörum
Kompaníinu hárgreiðslustofu
Matfugl

Víðir Þór Þrastarson

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Fyrir stelpur í módel fitness finnst mér gríðarlega mikilvægt að fara á pósunámskeið og æfa framkomu og pósur mjög vel til að öðlast aukið öryggi á sviði. Einnig finnst mér mikilvægt að keppendur hafi markmið til að vinna að eftir mót.