Inga Lára Jónsdóttir

Inga Lára

Fæðingardagur: 26. júli 1985

Flokkur: Módelfitness

Keppnisbakgrunnur:
2013 Loaded cup Dk Bikini fitness
2013 Íslandsmót IFBB
2012 Íslandsmót IFBB 6. sæti
2011 Íslandsmót IFBB
2009 Bikarmót IFBB

Við hvað vinnurðu?

Ég vinn hjá Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Ætla að skella mér í tollinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar. Útsrifaðist sem ÍAK-einkaþjálfari í júní 2012. Einnig er stefna að klára ritgerðina mina í BS í viðskiptafræði í sumar. Nóg að gera.

Hvernig gengur að sameina vinnu og æfingar?

Það gengur mjög vel. Það var reyndar svolítið mikið að vera í skóla, vinna og keppa síðasta vor en þetta hefst allt með skipulagi.

Hvers vegan ákvaðst þú fyrst að keppa í módelfitness?

Ég var alltaf í fótbolta og þurfti að hafa eitthvað annað fyrir stafni þegar ég hætti, ég byrjaði að lyfta og ákvað að prufa módelfitnessið. Ég sé alls ekki eftir því í dag.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Ég var búin að vera að lyfta í ca. 1 ár.

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Var í fótbolta frá 5 ára aldri.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í fótbolta hafa hjálpað þér í módelfitness?

Kannski ekki alveg beint en ég spilaði nokkra u-17 og u-19 landsleiki fyrir Íslands hönd . Það var alltaf mikill andlegur og líkamlegur undirbúningur í kringum leiki og mót með landsliðinu og það hef ég nýtt mér þegar ég er að fara stíga á svið.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Já, ég fæ góðan stuðning og hann er líka alltaf að aukast. Þau eru að komast meira og meira inní þetta og skilja útá hvað þetta gengur. Það er mjög mikilvægt að hafa stuðning frá fjölskyldu og vinum.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Komast á toppinn í módelfitnessinu áður en ég fer að bæta mig enn frekar og skelli mér í fitnessið. Hef alltaf verið dugleg að setja mér ný markmið eftir hverja keppni.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Það er ekki nein sérstök en mér finnst mjög gaman að fylgjast með fólkinu sem er að ná langt í þessu sporti.

Hvar finnst þér best að æfa?

Mér finnst best að æfa í Sporthúsinu Reykjanesbæ, þar líður mér alltaf vel og finnst mér það skipta miklu máli. Mitt annað heimili og búin að kynnast fullt af góðu fólki þar.

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga?

Ég á mjög góða æfingafélaga sem ég æfi oftast með en stundum finnst mér líka mjög gott að fara ein. Einnig hef ég hitt Konna þjálfara minn einu sinni í viku í vetur í World Class í Laugum og þá er alltaf tekið vel á því.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi í offseason og svo í niðurskurði?

Dagarnir eru mjög svipaðir þegar ég er í niðurskurði og offseason, æfi ca. 7-9 sinnum í viku þegar ég er ekki í niðurskurði en 12-14 sinnum í viku þegar ég er í niðurskurði. Mataræðinu reyni ég að halda góðu líka meðan ég er ekki í niðurskurði en leyfi mér aðeins meira. Þegar ég er í niðurskurði er einn nammidagur í viku sem dettur svo út nokkrum vikum fyrir mót og þá er bara svindlað á þeim degi, engum öðrum!! Vinn virku dagana og reyni að nýta helgarnar mina til að hitta fjölskykduna, vinina og gera eitthvað skemmtilegt. Þegar ég er að fara að keppa þá eru frídagarnir oft nýttir í það að hvíla sig.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði? En offseason?

Í niðurskurði æfi ég ca. 12-14 sinnum í viku.
Offseason þá er ég að æfa 7-9 sinnum í viku.

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Lyfti 6x í viku: Axlir + tvíhöfði, fætur, bak, brjóst + glute, axlir + þríhöfði og glute + hamstrings.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Axlir og bak eru í miklu uppáhaldi. Glute æfingarnar eru líka að koma sterkar inn. Veit eiginlega ekki afhverju mér finnst það skemmtilegast, kannski því þetta eru mínar sterkustu hliðar.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Yfirtog í trissu og aftanverð öxl í trissu. Elska þessa trissu

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Já hef bæði farið á pósunámskeið og í einstaklingstíma hjá Önnu Sigurðardóttur, þetta er eitthvað sem allir verða að gera yfir hvert mót. Alltaf er hægt að læra eitthvað nýtt og bæta sig. Framkoman er það sem skiptir svo rosalega miklu máli á sjálfan keppnisdaginn.

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Já, ég geri það.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Prótetein-hafravöfflurnar mínar á morgnana og fyrir æfingu. Bæði í niðurskurði og offseason.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Fæ öll mín fæðurbótarefni hjá Líka & Lífsstíl (Sci-mx).

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Hef ekki gert það en hugsaði um það fyrir síðasta mót. Læt verða af því fyrir næsta mót, veit að það myndi hjálpa mikið til.

Ferðu reglulega í nudd?

Ég fer reglulega í nudd þegar ég er að fara að keppa. Þyrfti að gera það alltaf.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Ekki alltaf, fer eftir því hvernig skapi ég er í. Þegar ég hlusta þá er allt í boði en verður að vera kraftmikil lög. Ég kenni spinning, þannig að það eru oft hröð og hress lög.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Neðri hlutan og er á fullu að vinna í því núna.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Ótrúlega gaman hvað okkur íslendingum er að ganga vel á öllum þeim mótum sem við höfum verið að fara á. Fólk vill hugsa vel um heilsuna og er kannski hætt í þeirri íþrótt sem það var í en hefur ennþá vott af keppnisskapi og vilja til að ná lengra. Við erum greinilega framrlega í þessu sporti og skrefi á undan mörgum þjóðum í kringum okkur.

Hefurðu áhuga á að keppa meira erlendis?

Já ég hef augastað á nokkrum mótum.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Það er mjög mikilvægt, þetta sport er mjög dýrt og skiptir miklu máli að fá stuðning frá sem flestum.

Hvaða sponsa ertu með?

Likami & Lífsstíll, Ginger, Ultratone Reykjanesbæ, Under armour (altis), Snyrtistofan Systrasel, Hárlenging.is, Nesfiskur, Casa, Jón Júll og vonandi bætast nokkri í hópinn á loka sprettinum.

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Að kynna sér vel hvað þær eru að fara útí og fá ráð hjá þeim sem hafa stigið á svið áður og einnig fá aðstoð frá þjálfara sem veit um hvað þetta snýst. Mikilvægt af fá stuðning frá fjölskyldu og vinum og einnig að vera búnar að hugsa vel útí það hvað þær ætla sér að gera eftir keppni.

Eitthvað að lokum?

Tölum jákvætt um sportið okkar, stöndum saman og ÁFRAM Ísland