Gísli Örn Reynisson Schramm

Gísli ÖrnDate of birth: 23rd October 1983

Category: Vaxtarrækt -90 kg.

Competition history:
2011 IFBB Icelandic championships Classic Bodybuilding.  
2012 IFBB Icelandic Cup Bodybuilding -90kg class 1st place.

2014 IFBB Icelandic Championships Bodybuilding -90kg class 1st place and the Overall title.

2014 IFBB Austrian International Cup Bodybuilding -95kg class 2nd place.

2014 IFBB Hungarian International Cup Bodybuilding -95kg class 2nd place.

What do you do for a living?

I work as a lawyer at Vátryggingafélagi Íslands hf.

How does it work combining work and preparing for a competition?

Það gengur mjög vel, enda er ég á þeirri skoðun að það sé betra að vera í vinnu með þessu sporti. Það býr til ákveðna rútínu sem er eftirsóknarverð þegar að mataræði og æfingum kemur. Vinnuveitandinn hefur sýnt mér mikinn skilning þegar ég hef verið að undirbúa mig fyrir keppnir og er ég mínum yfirmönnum mjög þakklátur.

Can you tell us how you first started weight lifting and when did the idea of competing come up?

Þetta var svona skyndiákvörðun í byrjun árs 2011 eftir að hafa farið í nokkrar mælingar hjá Konna einkaþjálfara. Stundum eru skyndiákvarðanirnar þær bestu.

What is your background in sports?

Ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar þegar ég 4 ára og spilaði fótbolta með Sindra á Hornafirði með hléum þangað til ég var 22 ára. Einnig var ég svolítið í frjálsum íþróttum á mínum yngri árum og var líka duglegur að mæta í ræktina og lyfta lóðum.

Do you feel that your background in soccer has helped you in bodybuilding?

Ekki spurning. Bæði líkamlega og andlega. Ég þróaði með mér mikið keppnisskap þegar ég var í fótboltanum sem skilar sér í þessu sporti þegar kemur að æfingum og mataræði. Þá lærði ég það í boltanum að það er bannað að sleppa úr æfingu. Ég var lengi með þjálfara frá Bosníu sem hélt uppi gríðarlegum aga og kom aldrei til greina að sleppa því að mæta á æfingu. Ég hef haldið mig við þá reglu í þessu sporti líka.

Do you have the support of your family?

Flestir sýna skilning á þessu tímabili þótt sumir hafi minni skilning á því sem er í gangi. Helen Halldórsdóttir, kærastan mín, er mjög skilningsrík og tekur fullan þátt í niðurskurðartímabilinu með mér. Á það við um æfingar og mataræðið, en hún hefur verið að mæta tvisvar á dag með mér á æfingar og borða það sama og ég. Það munar gríðarlega miklu, sérstaklega þegar nær dregur að keppni.

What is your goal within the sport?

Mitt helsta markmið er að bæta mig og verða betri (lesist stærri) í dag en í gær. Ná meiri vöðvaþroska, en það getur aðeins komið með tímanum. Svo er það auðvitað markmið að vinna fleiri titla og fylla hillurnar af dollum.

Önnur og smærri markmið eru til dæmis þau að forðast meiðsli og endast í sportinu eins lengi og mögulegt er. Hið fyrrnefnda er forsenda fyrir því síðarnefnda og því mikilvægt að haga æfingum með þeim hætti að líkaminn þoli álagið og æfingar séu rétt framkvæmdar.

Do you have any role model in the sport of bodybuilding?

Arnold Schwarzenegger. Hugarfarið og nálgun hans á viðfangsefnið er heillandi og eftirsóknarvert.

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju?

Ég finn mig alltaf best í World Class Laugum – þar er andinn. Svo getur verið gott að lauma sér inn í aðrar stöðvar hjá World Class þegar maður vill losna við mesta áreitið og vera með sjálfum sér.

Æfirðu einn eða ertu með æfingafélaga?

Ég æfði lengi vel einn en nýt þeirra forréttinda í dag að æfa með Magga Sam og svo hafa Einar Carl ofurnuddari og Júlíus Þór dottið inn með okkur af og til. Eins og allir vita er Maggi gríðarlegur reynslubolti í þessu sporti og hef ég lært mikið af honum síðan við fórum að æfa saman.

Annars hef ég verið hjá Konna í Laugum núna síðastliðin 2-3 ár og hefur hann mælt mig, prógrammað mig og svarað óteljandi spurningum sem upp hafa vaknað. Mikill fagmaður þar á ferð og klárlega besti þjálfarinn hér á landi og þótt víðar væri leitað.  

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Það er auðvitað mjög mismunandi eftir því hvaða tímabil er í gangi. Ég er mikill rútínumaður einsog flestir sem eru í þessu sporti. Í dag er þetta um það bil eitthvað á þessa leið:
07:02: Ræs. Skelli í mig einum Hámark eða 30 gr. gr af whey protein frá ON og lýsi. Drekk vel af vatni. Um 8 leytið keyri ég svo hafrasúpunni niður, einsog ég kýs að kalla morgunmatinn minn. Hafrasúpan er í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur verið það í næstum 3 ár.
08:00: Mættur í vinnuna - í of þröngri skyrtu (sérstaklega á off-seasoni).
10:15: Kaffi (alltsvo haframjöl, skyr, whey og einhver góð fita).
12:14: Hádegismatur. Það er ansi fínt mötuneyti hérna í vinnunni og borða ég mjög vel í hádeginu.
15:02: Seinna kaffið er alltaf haldið hátíðlegt hérna hjá okkur strákunum í VÍS. Hérna fæ ég mér vel af haframjöli og próteini fyrir æfingu.
16:15: Hrikaleg æfing – allt sett í botn.
19:00: Heim að borða og horfa á fréttirnar og fara yfir daginn með Helen.
20:30: Eftir matinn heilsa ég uppá Gabríel, gúmmíplöntuna mína og sinni öðrum  áhugamálum og hússtörfum. Reyni svo að sannfæra konuna um að gefa mér hausnudd eða klóra mér á bakinu.
23:00: Geri mig klárann fyrir morgundaginn og bý til alla próteinsjeikana, geri æfingatöskuna klára og fer yfir morgundaginn í huganum.
23:30: Hendi mér í koju með iPadinn og sofna með hann eða konuna í fanginu.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Ég þarf virkilega að halda aftur af mér þegar kemur að því að æfa, bæði off- og on-season. Ég reyni að hlusta á líkamann og tek mér frídag þegar hann gefur mér merki um að hann þurfi á því að halda. Annars er ég mæta c.a 6 sinnum í viku off-season, en on-season er þetta c.a. tvisvar á dag nema um helgar. Þá hvíli ég eða tek eina æfingu á dag.

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Núna lyfti ég 5-6 sinnum í viku. Við höfum verið duglegir að breyta því hvernig við skiptum líkamanum niður. Þessa stundina er þetta svona:
Mánudagur: Bak (jafnvel dass af bicep í lok æfingar).
Þriðjudagur: Quads
Miðvikudagur: Axlir og trappar (jafnvel dass af tricep í lok æfingar).
Fimmtudagur: Chestið
Föstudagur: Hamurinn og réttstaða
Laugardagur: Bicep og tricep
Sunnudagur: Hvíld

Svo reyni ég að mæta 1-2 á morgnanna til að, hjóla, teygja og fínpússa suma líkamshluta.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Bakið er í uppáhaldi. Bakið býður uppá margar mismunandi æfingar og þetta er stór líkamshluti og alltaf heljarins átök.  

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Hérna eru nokkrar sem koma til greina, en ég held að réttstaðan hafi vinninginn. Svo eru æfingar sem gefa mikið pump alltaf skemmtilegar.

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Í bæði skiptin sem ég hef keppt fór ég á pósunámskeið hjá Magga Sam, Konna og Sif. Fyrir mér er það algjört brjálæði að ætla sér á svið og sleppa því að fara á þetta námskeið. Þetta er einsog að fara í lögfræðipróf án þess að hafa lagasafnið meðferðis. Þau hafa gríðarlega reynslu á þessu sviði og því liggur beinast við að fara á þetta námskeið.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

Ég hef tekið klassíska þrjá mánuði í niðurskurð. Ég held að það sé betra að vera tilbúinn í tíma og halda sér í staðinn fyrir að vera of seinn og þurfa að fara í einhverjar sértækar aðgerðir rétt fyrir mót.

Vigtarðu matinn í niðurskurði?

Ég er frekar latur við að nota vigtina og nota dass-aðferðina töluvert og hlusta á líkamann þegar kemur að því að skammta matinn fyrir mót. Þegar ég er að bulka nenni ég alls ekki að vigta matinn minn og reyni að borða mikið og oft, en rétt.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Hafrasúpan mín á morgnana er uppáhalds máltíðin, bæði on-season og off-season. Um helgar poppa ég hafrasúpuna upp með allskonar hnetum, möndlum, ávöxtum og jafnvel einhverju sætu.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Ég nota fæðubótarefni frá Perform og svo drekk ég lýsi og omega3. Ég fæ mér ON whey prótein út í haframjölið mitt á morgnana og á daginn. Skelli svo í mig OptiMen fjölvítamíni. Off-season fæ ég mér gainer á morgnana/daginn. Fyrir æfingu dúndra ég í mig N.O.-Xplode 2.0, en það er lang besta pre-workout blandan sem ég hef prófað. Á æfingu finnst mér gott að fá mér Amino Energy eða Amino X. Eftir æfingar skýt ég á mig gainer og Cell Mass. Á kvöldin set ég svo í einn gúrmé cassein-prótein búðing. Auk þess nota ég t. d. glútamín, Fitness Fiber og CLA.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Ég fór á fyrirlestur hjá Önnu Sigurðardóttur, sálfræðingi og fitness keppanda, sem haldið var á vegum iFitness.is sl. haust. Það var stórsniðugt og er öllum hollt sem eru að stunda þetta sport á þessu stigi. Annars gæti ég alveg hugsað mér að fara til íþróttasálfræðings einhvern daginn ef mér þykir ástæða til.

Ferðu reglulega í nudd?

Ég fer reglulega til Einars Carls Ofurnuddara og læt hann ýta hressilega í mig. Hann er mikill meistari sá drengur og ótrúlega fær - fagmaður á sínu sviði. Maður er einsog leir í höndunum á honum og ef það þarf að laga eitthvað sérstakt þá fer minn maður að leira og gerir það sem gera þarf. Mæli hiklaust með honum fyrir alla, bæði fitness- og vaxtarræktarkeppendur og aðra sem eru að stunda íþróttir af einhverju tagi.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Já, tónlistin gefur auka kraft. Tónlistin virkar líka oft sem ágætis spjallvörn á þá sem vilja blaðra meira en góðu hófu gegnir í æfingasalnum.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Fyrir Bikarmótið núna í nóvember sl. tók ég afar væga lækkun í kolvetnum en hefði kannski ekki þurft þess. Ég tók svo tveggja daga hleðslu skv. plani frá Konna einkaþjálfara.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Ég tók netta vatnslosun fyrir Bikarmótið, en er ekki viss um að það hafi endilega gert eitthvað gott fyrir mig. Sé til hvað ég geri næst þegar ég fer á svið – fer hreinlega eftir því hvernig staðan er á manni 10 dögum fyrir svið.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Það er alltaf hægt að bæta sig og á það við alla vöðvahópa. Ég ætla að vinna jafnt í öllum líkamanum einsog ég hef gert undanfarin misseri. Allir vöðvahópar fá sinn skammt og sumir meira en aðrir. Ef ég ætla að taka eitthvað út þá er það kannski rútínan, en ég ætla að skila henni 100% frá mér þegar ég fer á svið næst.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Það er auðvitað frábært og sýnir á hve háum stalli þetta sport er hér á landi. Þessi árangur kemur ekki á óvart í ljósi þess hve mikil sprenging hefur orðið í sportinu undanfarið og margir eru að keppa.

Hefurðu áhuga á að keppa erlendis? Ef svo, hvaða mót finnst þér mest spennandi?

Það hlýtur að vera markmið flestra íþróttamanna á Íslandi að komast út fyrir landsteinana til að stunda sportið – þar er ég engin undantekning. Ég hef þó ekki velt mér mikið uppúr því hvort ég eigi að fara út, en ég er á því að fyrst verði maður að sanna sig hér heima áður en hugurinn fer á flakk á einhver erlend svið. Annars horfi ég fyrst og fremst til Norðurlandanna í þessu samhengi.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Þetta er nokkuð dýrt sport þegar það er stundað á keppnis-leveli. Margir kannast við að fara langt fram úr kostnaðaráætlun, hafi þeir á annað borð gert slíka áætlun. Það getur verið ótrúlega mikill kostnaður í kringum þetta sport, sérstaklega þegar nær dregur keppni. Sem dæmi um ýmsa kostnaðarliði má nefna fæðubótarefni, mat, fatnað, nudd, sjúkraþjálfun (fyrir þá sem það þurfa), brúnka, ýmis námskeið, einkaþjálfun og fitumæling. Af þessum ástæðum getur það skipt töluverðu máli að hafa styrktaraðila.

Hvaða sponsa ertu með?

Eins og staðan er í dag er ég styrktur af Jóa Fel sem er klárlega hollasta og besta bakaríið í dag, t.d. eru öll brauðin hans sykurlaus. Perform styrkir mig með fæðubótarefnum, en einsog allir vita eru frábærar vörur þar einsog whey- og cassein próteinið frá ON, N.O.-Xplode 2.0 og Amino Energy. Þá er ég með spons hjá Kjötbúðinni á Grensásvegi sem er með albesta nautakjötið á markaðnum. Svo hefur Sólbaðstofan Smart séð til þess að ég er alltaf brúnn og ferskur – Smart sér um sína. Síðast en alls ekki síst bý ég svo vel að þiggja spons frá meisturum Ívari Guðmunds og Arnari Grant með Hámark próteindrykkinn þeirra. Það er ótrúlegur lúxus að eiga alltaf Hámark í ísskápnum, æfingatöskunni og í vinnunni og geta gripið í einn svellkaldan þegar manni sýnist.

Ertu með einhver ráð fyrir þá stráka sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

sjalfsagi 1

Það er nokkur atriði sem hafa þarf í huga til að ná árangri í þessu sporti.
Í fyrsta lagi þá sleppir maður ekki æfingu.
Í öðru lagi þá ertu mættur á æfingu til að taka á því – ekki horfa á stelpurnar í kringum þig eða spjalla við félagana um stelpurnar í kringum þig.
Í þriðja lagi er mikilvægt að líta á hverja máltíð sem mikilvæga máltíð – ekki borða eitthvað drasl.
Í fjórða lagi skaltu vera tilbúinn til þess að hlusta á aðra og læra. Það eru alltof margir sem halda að þeir séu alvitrir um mataræði, æfingar og allt þar á milli.

Eitthvað að lokum?

Æfðu vel – borðaðu rétt – sýndu sjálfsaga.