Eyrún Helga Guðmundsdóttir

Eyrún Helga

Fæðingardagur: 21. ágúst 1987

Flokkur: Bikiní fitness -171cm

Keppnisbakgrunnur:
Íslandsmót IFBB, 29. mars 2013.
Bikarmóti IFBB, 17. nóvember 2012.

Við hvað vinnurðu?

Vinn sem kvikmyndaklippari, sjálfstætt og er að klippa hjá Kukl.

Hvernig gengur að sameina vinnu og æfingar?

Mjög vel! Mér líður best þegar ég er í rútínu. Mér finnst rosa gott að taka morgunbrennslu fyrir vinnu og mæta fersk við klippitölvuna. Síðan að vinnudegi loknum lyfti ég.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég hef verið að fylgjast með þessu sporti í einhvern tíma og árið 2010 keppti vinur minn hann Mímir Nordquist í fyrsta sinn í unglinga fitness. Þá fékk ég að kynnast því hvernig fólk undirbýr sig fyrir svona mót og mér fannst þetta vera mjög spennandi. Ég fór að taka til í matarræðinu en það var ekki fyrr en í febrúar 2012 sem hlutirnir fóru að gerast hjá mér, því þá byrjaði ég í þjálfun hjá Konna. Hann er algjör snillingur og ég hefði ekki getað þetta án hans og Evu Lind Höskuldsdóttur.

Eyrún Helga við tökur á myndbandi iFitness.is og spotmebro.com
Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Ég æfði sund í 8-9 ár. Og hef verið að lyfta síðan í jánuar 2008.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Ég hef nú átt kort í ræktinni síðan í jánuar 2008. En undirbúningur fyrir mitt fyrsta mót hófst í febrúar 2012 og 9 mánuðum síðar keppti ég.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í íþróttum hafa hjálpað þér í módelfitness?

Já algjörlega. Þegar ég var í sundi þurfti ég að hugsa um matarræðið, sérstaklega þegar það var stutt í mót. Einnig varð ég oft að fórna hinu og þessu fyrir æfingar. Svo ég vissi nú alveg hvað ég var að fara út í þegar ég ákvað að keppa. Maður þarf að setja æfingar og matarræðið í forgang.

Eyrún HelgaFærðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Já, fjölskyldan mín hjálpar mér mikið og ég á skilningsríkustu vini í heimi.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Halda áfram að bæta mig og mæta enþá sterkari og skornari á næsta mót. Toppa sjálfa mig.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

já, mér finnst Nicole Wilkins (2x IFBB figure olympia champion) rosalega flott. Hún er með allan pakkann. Ingrid Romero er líka í uppáhaldi. Hitti hana á árinu og hún er ekkert smá yndisleg, frábær persónuleiki með flottasta rassinn í bransanum. Svo er Larissa Reis fáranlega svöl!
Við eigum mikið af flottum stelpum í þessu sporti, þær sem mér finnst flottastar eru Katrín Edda og Magga Gnarr.

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju?

World Class er klárlega besta líkamsræktarstöðin, ég æfi oftasti í Laugum, Mosfellsbæ og Kringlunni.
Laugar af því þar er Konni þjálfari, Mosfellsbær þvi ég elska Mosó og Kringlan er opin allan sólarhringinn.

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga?

Ég er 3 sinnum í viku hjá Konna þjálfara. Ég lyfti oftast með Evu Lind modelfitness keppanda og Sonju Líf . En ég fer yfirleitt ein í morgunbrennslu.

Með hverjum æfirðu?

Æfi oftast með Evu Lind modelfitnesskeppanda, Auði Karls fitnesskeppanda, Sonju Líf og Mosó stelpunum.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Morgunbrennsla, vinna, lyfta, elda og sofa. Borða reglulega og drekka mikið vatn.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði? En offseason?

Ég lyfti 6 sinnum í viku og tek morgunbrennslu 2-3 sinnum í viku, sem er sirka 40 mín í senn.
En í niðurskurði tek ég morgunbrennslu 6 sinnum í viku og þá er ég í 40-60 mín i senn. Ég brenni 20-30 mín eftir lyftingaræfingu.

Eyrún HelgaHvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Ég lyfti 6 sinnum í viku og það skiptist svona:

dagur 1: axlir og þríhöfði
dagur 2: Fætur og Kálfar
dagur 3: Bak og n-bak
dagur 4: Rass og tvíhöfði
dagur 5: Brjóst og axlir
dagur:6: Rass og aftanverð læri.

Tek kviðinn oftast eftir morgunbrennslu.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Rass og axlir !! Rass því ég vil vera með stóran og stinnann rass ! :) Axlir afþví ég er loksins orðin þokkalega sterk í þeim!

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Hnakkapressa, fótapressa og hnébeygjur.

Hefurðu farið á pósunámskeið? Ef svo myndirðu mæla með því?

Já, mér finnst pósunámskeið mjög mikilvægt ! ég hefði ekkert vitað hvað ég væri að gera á sviðinu ef ég hefði ekki farið á pósunámskeið. Þar er farið yfir allt frá A til Ö. Ég fór á pósunámskeið hjá Konna, Magga Sam og Sif. Algjör snilld ! Þú færð ekki langan tíma á sviðinu og þú verður að nýta þann tíma sem þú færð til fulls og þau kenna þer það! Þau hjálpa þér með pósurnar svo þú getir falið gallana og sýnt kostina. Ætla klárlega aftur til þeirra.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð? 

Ég tók hardcore 14 vikur síðast en tek 12 vikur núna.

"myndband"

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Já, það er algjört lykilatriði!

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Ætli það sé ekki Nectar proteinið frá Fitness Sport með smá haframjöli eða bygga! Strawberry kiwii, fruit punch og Green apple !

En í offseason?

1 og hálf matskeið hreint Kea skyr, 1 skammtur af Nectar proteini, 1 dl haframjöl og 4-5 frosin jarðaber. Sett í blandarann og smá múslí eða rúsinur útá ! BEST ! En sem svindl þá er það klárlega hvítt súkkulaði og Monster orkudrykkur. Já og kryddbrauð á Hvíta Riddaranum í mosó.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Öll fæðubótaefnin mín eru frá FitnessSport. Ég elska Nectar proteinið frá Syntrax, Casein protein, Kreatín, Glútamín og Hydroxycut Hardcore
tek ég á morgnanna til að koma mér í gang fyrir brennsluæfingu! Ég tek inn CLA-fitusýrur, fjölvítamín, C-1000, engifer töflur, D-vítamín og járn.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Nei, en ég fór á fyrirlestur hjá Önnu Sigurðar íþróttarsálfræðingi fyrir fyrsta mótið mitt og fannst það hjálpa mikið.

Ferðu reglulega í nudd?

Já, það er mjög mikilvægt þegar maður er að æfa svona mikið. Hún Ragga (Ragnhildur Gyða) vaxtarræktarkeppandi og íþróttarnuddari er algjört yndi og hefur hún svo sannarlega hjálpað mér mjög mikið. Veit ekki hvar ég væri án hennar.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Já alltaf! Nema reyndar þegar ég er í þjálfun hjá Konna! Þá verð ég nú að heyra hvað hann er að segja við mig! Ég hlusta yfirleitt á Kayne West, Nicki Minaj, Jay-Z, Looptroop Rockers, Quarashi, Rihanna, Eminem, AFI, Ratatat og íslenskt rap/hiphop.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Já! Tók frekar langt kolvetnistsvelt fyrir bæði mótin. Það voru 10 dagar í kolvetnissvelti og byrjaði síðan að hlaða degi fyrir mót

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Tók 10 daga vatnslosunar ferli.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Ég ætla að vera lægri í fitu % og halda áfram að móta líkamann.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Mér finnst það æðislegt ! Mjög stolt af okkar fólki. Ég vil sjá meira af jákvæðri umfjöllun um þetta sport hjá fjölmiðlum. Mér finnst við svolítið gleymast. Það virðist því miður vera þannig að fjölmiðlar sækist aðeins í slæma umfjöllun um fitness í stað þess að fjalla um hvað við eigum mikið að frábærum keppendum sem hafa nýlega náð langt á erlendri grundu.

Hefurðu áhuga á að keppa erlendis?

Draumurinn er að keppa erlendis einn daginn. Ég er ekki byrjuð að skoða hvað mót eru í myndinni. Ég ætla að einbeita mér að Bikarmótinu í november hjá IFBB og sjá hvernig formið hjá mér verður þá. Aldrei að vita hvað ég geri eftir það.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Já, mjög mikilvægt að hafa styrktaraðila. Þetta er mjög dýrt sport.

Hvaða sponsa ertu með?

Ginger, FitnessSport, Fiskbúðin Mos, Reebok, Flex-fitness æfingaföt, Hár gallerí, Trimform Berglindar, Byssur.is, Ósk Águstdóttir snyrtifræðingur hjá Heilsu og Fegurð, Sportnudd.is, ake-art.com, Iceland fitness, Laugar Spa og Naglasúdío Önnu Bellu.

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Númer eitt,tvö og þrjú er að byrja á því að finna sér góðan, traustan og hreinskilinn þjálfara. Hafa hausinn í lagi og hafa gaman af þessu !

Eitthvað að lokum?

Vil þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá styrktaraðilum, fjölskyldu og vinum. - "You only live once".