Elín Ósk Kragh Sigurjónsdóttir

Elín ÓskFæðingardagur: 6. april 1988

Flokkur: Módel fitness

Keppnisbakgrunnur:

2012 Arnold classic amateur europe

2012 Íslandsmót IFBB 2. sæti 

Hvar vinnur þú?

Ég er að klára skóla og eftir hann mun ég fara að læra flugumferðastjórn.

Hvernig gengur að sameina vinnu, nám og æfingar?

Þetta er ekki mikið mál fyrir mig svo framarlega sem ég skipulegg mig, það er númer 1,2 og 3. Ef ég skipulegg mig ekki þá getur allt farið úr skorðum í mataræðinu :)

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að vera í formi og vera heilbrigð. Svo var það í október 2011 sem ég hafði samband við þjálfarann minn Konráð Gíslason og í sameiningu ákváðum við að byrja að undirbúa mig fyrir Íslandsmótið 2012. Núna get ég bara ekki hætt, komin með fitness veiruna :)

Hversu lengi vartu að undirbúa þig fyrir þitt fyrsta mót?

Ég var 7 mánuði í undirbúningi, 4 mánuði í uppbyggingu og 3 mánuði í niðurskurði.

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Þegar ég var yngri var ég í fimleikum, handbolta og sundi.

Finnst þér sem bakgrunnur þinn þessum íþróttum hafi hjálpað þér á einhvern hátt í módel fitness?

Já, reyndar gat ég nú ekkert gert spígat þegar ég byrjaði að lyfta í október 2011 en frekar á þann hátt að ég var með hellings vöðvamassa síðan úr fimleikunum og vön því að æfa mikið.

Færðu stuðning frá fjölskyldu þinni?

Já ég fæ mikinn stuðning frá fjölskyldunni í sambandi með litlu stelpuna mina, það getur verið erfitt að sinna æfingum, vinnu og skóla þegar maður á dóttur og þar kemur fjölskyldan sterk inn.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Ég vil bara fara eins langt og hægt er innan IFBB, ná pro – cardi og keppa á stærstu mótunum. Það væri gaman að vera fyrirmynd fyrir aðrar stelpur sem munu keppa í framtíðinni.

Hverjar eru fyrirmyndir þínar í sportinu?

Það er engin ein sem er mín uppáhalds fyrirmynd, ég dáist að svo mörgum. Á Íslandi eru það helst Sif Sveinsdóttir, Kristbjörg Jónasdóttir og Aðalheiður Ýr. Erlendis eru það hins vegar Ingrid Romero, Nathalia Melo, Nicole Wilkins og fleiri og fleiri.

Hvar finnst þér best að æfa?

Mér finnst best að æfa í World class Laugum vegna þess að þar er þjálfarinn minn hann Konni, hann fylgist alltaf með mér og leiðréttir mig ef ég er að gera eitthvað rangt, einnig er bara besta aðstaðan þar.

Ertu með æfingarfélaga?

Já ég æfi með Vilborgu Sigþórsdóttur sem er einnig að keppa í módel fitness, við æfum sjálfar 3x í viku og 3x með Konna.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Þegar ég er ekki að skera niður vakna ég kl 8 og borða staðgóðan morgunmat sem samanstendur af flóknum kolvetnum og góðum próteinum fer í skólann og reyni að víkka þekkingu mina. Borða eitthvað létt kl 10, meiri skóli og svo aftur matur kl 12. Í hádeginu er það oftast kjúklingabringa, kartöflur og salat. Epli og protein shake kl 2 og svo er það pre workout máltíðin mín kl 16.30 og svo æfing kl 18. Prótein shake strax eftir æfingu og svo fer ég heim að elda fyrir mig og litlu prinsessuna mina. Eftir matinn dúllumst við mæðgurnar okkur eitthvað saman, svo er það bara casein protein og svefn.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa?

Rass, rass og aftur rass!!

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Glute bridges með miklum þyngdum eru í sérstöku uppáhaldi þessa dagana.

Hvernig er týpísk fótaæfing hjá þér?

Hnébeygja m/stöng 6x 6-10 – þar af 2 upphitunarsett
Upptog á pall ( í trissu ) 4x 6-10
Hnébeygju hopp m/þyngd 4x10-15 – súpersetta á móti dauðagöngu
Dauðaganga 4x 15-20 ( á hvorn fót ) – súpersetta á móti hnébeygjuhoppi
Fótaréttur ( FST-7 ) 7x15 – pósa og teygja á milli setta
Romanian dead lift m/söng 4x 6-10
Sitjandi fótakreppur 4x10-15
Standandi kálfapressa 4x10-15

Fórstu á pósunámskeið fyrir fyrsta mótið þitt?

Já auðvitað! Ég tel það mjög mikilvægt að allir fari á námskeið til að læra réttar stöður og hvaða stöður henta þinni líkamsgerð. Þar er einnig farið yfir hvað dómararnir eru raunverulega að leita að í fari keppenda. Það er mikilvægt að geta sýnt kostina og jafnvel falið gallana :)

Hver er uppáhalds máltíðin þín í cuttinu?

Uppáhaldið mitt eru nautalundir, vel blóðugar :) svo finnst mér líka mjög got að fara á Ginger Reykjavík og fá mér kjúkling og sætar kartöflur.

Hlustarðu á tónlist á meðan þú æfir?

Já ég hlusta aðallega á hraða og hvetjandi tónlist.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Ég nota Whey protein (Nectar Syntrax), casein protein, CLA, fjölvítamin og fleira. Öll mín fæðubótarefni versla ég hjá Fitness Sport.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Ég vil ná meiri skurði, kviðvöðvarnir voru eitthvað feimnir á síðasta móti :)

Hvers vegna, að þínu mati, eru Íslenskir keppendur að ná svona langt á erlendum mótum?

Við Íslendingar æfum bara mjög stíft og við förum erlendis til að sanna okkur og við erum jú að fara sem fulltrúar okkar lands og komum því í okkar allra besta formi. Ég er mjög stolt af öllum þessum Íslendingum sem hafa verið að gera góða hluti erlendis og vonandi mun ég komast í þennan hóp mjög fljótlega.

Hvaða erlendu mót finnst þér spennandi?

Mig langar að keppa á Women´s world championships í Póllandi, Arnolg classic amateur Europe og USA og að lokum Loaded cup í Danmörku.

Ertu með einhverja styrktaraðila?

Já ég er svo heppin að vera með nokkra mjög góða styrktaraðila:
World class
Ginger Reyjarvík
Fitness Sport – hér fæ ég öll mín fæðubótarefni.
Starsmile
Sælan sólbaðsstofa

Er eitthvað sem þú vilt segja við stelpur sem eru að byrja í þessu sporti?

Ef þetta er virkilega eitthvað sem þú vilt gera þá skaltu leggja þig alla fram, æfðu stíft en hlustaðu alltaf á líkamann. Ekki gefast upp þegar á móti blæs. Train your mind and your body will follow.

Einhver lokaorð?

Vonandi fannst ykkur gaman að lesa um mig og jafnvel fræðandi :)