Einhildur Ýr Gunnarsdóttir

Einhildur Ýr Fæðingardagur: 9. Júní, 1987

Flokkur: Fitness

Keppnisbakgrunnur:

2012 IFBB Arnold classic amateur europe 
2012 IFBB Íslandsmeistaramót
2011 IFBB Íslandsmeistaramót 5.sæti
2011 IFBB Arnold Classic amateur
2010 IFBB Grand Prix Reykjavík 3.sæti
2010 IFBB Íslandsmeistaramót 3.sæti
2009 IFBB Bikarmeistaramót 5.sæti
2008 IFBB Bikarmeistaramót í módelfitness
2008 IFBB Íslandsmeistaramót í módelfitness
Keppti einnig í Sterkustu konu Íslands 2009, 9.sæti

Við hvað starfar þú?

Ég er snyrtifræðingur og vinn á snyrtistofunni Guinot. Útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og er einnig með IAK einkaþjálfararéttindi.

Hvernig gengur að sameina vinnu, nám og æfingar?

Ég byrja daginn á því að fara í morgunbrennslu klukkan 6. Svo kem ég heim og elda fyrir allan daginn. Vinn frá 9-18 og fer þá beint aftur í ræktina. Þessi lífstíll hentar mér mjög vel. Mér finnst það nauðsynlegt að komast í rækina á morgnana til þess að koma mér í gang fyrir vinnudaginn.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég keppti fyrst á Íslandsmeistaramóti IFBB í módel fitness 2008. Ég var á þeim tíma að læra IAK einkaþjálfarann hjá Keili og hafði brennandi áhuga á líkamrækt og fitnessið fylgdi með. Thelma Ólafsdóttir, ein af mínum bestu vinkonum á stóran heiður í því að ég ákvað að keppa. Henni fannst ég gerð fyrir fitness og hún ýtti á mig á hverjum degi að keppa þangað til að ég sótti um.

Einhildur Ýr, mynd eftir Jónas HallgrímssonHvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum frá því að ég var barn. Ég hef bæði æft fótbolta og handbolta en ég byrjaði að lyfta í æfingarsal þegar ég var 14 ára.

Finnst þér sem bakgrunnur þinn þessum íþróttum hafi hjálpað þér á einhvern hátt í fitness?

Ég er handviss um að allur bakgrunnur í íþróttum hjálpi til.

Færðu stuðning frá fjölskyldu þinni?

Fjölskylda mín og vinir eru einstaklega umburðarlynd. Þau vita að fitnessið fyrir mér er lífstíll en ekki bara keppni svo að þau eru vön minni sérvisku. Ég fæ fullan stuðning frá fjölskyldunni minni svo lengi sem að ég er hamingjusöm.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Markmið mitt er að halda áfram að bæta mig. Fitnessið fyrir mig er fyrst og fremst keppni við sjálfan mig. Ég vil alltaf gera betur en síðast.

Hverjar eru fyrirmyndir þínar í sportinu?

Ef að ég ætti að velja eina íslenska fyrirmynd og eina erlenda þá myndi ég velja Kristínu Kristjánsdóttur og Erin Stern. Báðar glæsilegar, gullfallegar og góðar fyrirmyndir.

Hvar finnst þér best að æfa?

Mér finnst best að æfa í æfingarstöðum World Class. Mér finnst gott að skipta reglulega um æfingarstöð.

Ertu með æfingarfélaga?

Ef að ég æfi með félaga þá æfi ég með vinkonu minni henni Sif Sveinsdóttur. Ég var svo heppin að kynnast henni í gegnum fitnessið og hefur hún reynst mér svakalega vel, bæði sem vinkona og æfingarfélagi.

Einhildur ÝrHvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Venjulegur virkur dagur í niðurskurði: Ræktin-vinna-ræktin-sofa. Venjulegur virkur dagur offseason: Ræktin- vinna- vinir/fjölskylda- sofa.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Í niðurskurði æfi ég ca. 12x í viku.

En offseason?

Þá æfi ég 6x í viku.

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Ég brenni í klukkutíma á morgnana og tek kviðæfingar með. Ég vil lyfta seinni partinn þegar ég er búin að fá nokkrar máltíðir inn. Ég lyfti 6 daga vikunnar og fer eftir prógrammi frá þjálfaranum mínum, Konráði Gíslasyni. Hann er duglegur að breyta prógramminu.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa?

Mér finnst skemmtilegast að æfa bak. Ég tognaði illa í mjóbakinu þegar ég var yngri og þurfti að vinna vel í því að fá aftur styrkinn tilbaka. Nú í dag er uppáhalds lyftingardagurinn minn bak-dagur því að þá finn ég hve langt ég hef komist og hve mikinn styrk ég hef.  

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Uppáhalds æfingin mín er dauðaganga.

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Já og ég mæli eindregið með því að fara á pósunámskeið.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

Það fer algjörlega eftir forminu mínu. Ég tek samt venjulega 12-16 vikna niðurskurð.

Vigtar þú matinn í niðurskurði?

Ég vigta alltaf matinn minn. Bæði í niðurskurði og offseason.

Hver er uppáhalds máltíðin þín í cuttinu?

Í niðurskurði er hádegismaturinn minn uppáhaldsmáltíðin mín. Þá fæ ég ljúffengt kjúklingasalat frá Ginger. Ég bíð alltaf spennt eftir að borða Ginger salatið mitt. Í offseason er Ginger líka uppáhaldsmaturinn minn.

Einhildur Ýr

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Já ég hef farið í nokkra tíma til hennar Önnu Sigurðardóttur. Ég er alltaf á leiðinni að panta næsta tíma. Það er ótrúlega gott að fá smá leiðsögn í andlega undirbúninginum fyrir mót.

Ferðu reglulega í nudd?

Það er mjög mismunandi. Ef að ég fer í nudd þá fer ég til Röggu Magg.

Hlustarðu á tónlist á meðan þú æfir?

Ég er alæta á tónlist. Finnst gott að hafa fjölbreytni í tónlistinni á meðan ég er að æfa. Tónlistarsmekkurinn fer samt algjörlega eftir skapi. Hlusta samt mest á danstónlist í ræktinni.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Ég nota fæðubótarefni frá Perform.is:
Gold Standard Whey protein frá Optimum Nutrition
BCAA frá Optimum Nutrition
Glutamin frá Optimum Nutrition
CLA og Flaxseed oil frá Optimum Nutrition
Gold Standard Casein protein frá Optimum Nutrition
N.O.-xplode frá BSN
Cell mass frá BSN

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Já ég hef alltaf tekið kolvetnishleðslu fyrir mót, það hentar mér mjög vel.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Já ég tek alltaf vatnslosun fyrir mót. Þjálfarinn minn sér alfarið um það að sjá hve mikilli vatnslosun ég þarf á að halda.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Ég vil ná betri skurð. Ég er einnig að vinna í því að stækka rassinn og axlirnar. Það er alltaf hægt að bæta sig

Hvers vegna, að þínu mati, eru Íslenskir keppendur að ná svona langt á erlendum mótum?

Mér finnst þetta æðislegt. Sýnir það að íslendingar standa ekki aftar en aðrar þjóðir þegar kemur að þessu sporti. Ég er mjög stolt af okkar fólki.

EinýHvaða erlendu mót finnst þér spennandi?

Ég hef mjög mikinn áhuga á að keppa erlendis. Mest spennandi finnst mér Arnold classic og Loaded cup.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Það skiptir ótrúlega miklu máli að hafa góða sponsa í þessu sporti. Fitnessið er mjög dýrt einstaklingssport og allt spons hjálpar. Ég er einstaklega heppin að hafa góða og dygga sponsa sem að ég er ótrúlega þakklát fyrir.

Ertu með einhverja styrktaraðila?

Under Armour: Ég æfi einungis í fatnaði og skóm frá Under Armour. Lang bestu og fallegustu æfingarfötin.
Ginger: Ég fæ ljúffengt kjúklingasalat frá Ginger. Ég get verið 110% viss um að allur matur sem að ég fæ frá Ginger er í hágæðaflokki og bragðast vel.
Perform.is: Ég versla öll mín fæðubótarefni í Perform.is.
Trimform Berglindar: Hjálpar mér að halda mér stinnri og stæltari.

Er eitthvað sem þú vilt segja við stelpur sem eru að byrja í þessu sporti?

Impossible is nothing. Bara halda áfram.

Einhver lokaorð?

Takk fyrir mig