Auður Jóna Guðmundsdóttir

Auður JónaFæðingardagur: 4. ágúst 1988

Flokkur: módelfitness +171

Keppnisbakgrunnur:
2012 Bikarmót IFBB  2. sæti.

Við hvað vinnurðu?

Er að vinna á leikskólanum Austurborg.
Er förðunarfræðingur og farða við ýmis tilefni.

Hvernig gengur að sameina vinnu og æfingar?

Mjög vel. Það sem þarf að vera til staðar er skipulag, agi og jákvæðni.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Ég hafði alltaf mikla ánægju af  því að keppa í fimleikum.  Ég þurfti því  miður  að hætta  eftir að hafa bakbrotnaði og litlu munaði  að ég hefði lamast fyrir neðan mitti.  Mig hefur alltaf langað til að byrja aftur í fimleikum en það er of mikil áhætta sem fylgir því. Eftir að ég byrjaði að mæta reglulega í ræktina og lagði  mikla áherslu á gott form í æfingunum fann ég bakið styrkjast.  Smám saman kom keppnisskapið og ég sá að þetta hentaði mér. Ég setti mér markmið og  var stefnan sett á módelfitness þar sem sá flokkur heillar mig mest.

Auður Jóna Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Ég æfði fimleika í ca. 13 ár og átti m.a. sæti í landsliðinu í nokkur ár.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Æfði markvisst  fyrir bikarmótið frá janúar 2012, en var líka búin að vera í fimleikunum og lyfta eitthvað áður.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í íþróttum hafa hjálpað þér í módelfitness?

Já engin spurning.
Fimleikar er mjög góður grunnur fyrir nánast allar íþróttir  og mjög góður grunnur fyrir módelfitness þar sem maður er sterkbyggður fyrir og þekkir líkama sinn mjög vel. Einnig kemur keppnisreynslan þaðan sterk inn bæði varðandi  álag, stress og sviðsframkomu.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Að sjálfsögðu  það hefur mikið að segja að eiga góða að.  Kærastinn minn nr 1, 2 og 3, styður mig og er með mér í þessu,  systur mínar tvær og uppáhalds frænka hún Ester María ,  hafa stutt mig í gegnum allt og munu alltaf vera til staðar.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Að halda áfram að bæta mig og hafa gaman af þessu.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Það eru margar í frábæru formi en Ingrid Romero finnst mér takast vel að sameina sportið með einkalífinu.  Persónuleiki og viðhorf hennar veita mér innblástur, kannski frekar en líkamlegt form.

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju?

World class Laugum, hef prófað margt annað en finnst Laugar alltaf best.
Þar er góð aðstaða þar er þjálfarinn minn Konráð Valur. Það er líka alltaf jafn gott að komast í sund og pottinn eftir æfingar.

Æfirðu ein eða ertu með æfingafélaga / einkaþjálfara?

Er  með einkaþjálfara,  hann Konráð Val gæti þetta ekki án hans.
Hann er fróður, reyndur, áhugasamur og leggur allt sitt í sportið
Þess á milli æfi ég  yfirleitt ein.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Vakna, fer að vinna, kem heim og undirbý mig fyrir æfingu dagsins, fer á æfingu,
elda kvöldmat og svo nota ég kvöldin til að slaka á eða gera eitthvað með vinum eða fjölskyldu.

auour 3 20130111 1344369656Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði? En offseason?

Ég æfi 6x í viku í niðurskurði og einnig off season.
Ég er grönn að eðlisfari þannig ég tek enga morgunbrennslu
og heldur enga brennslu eftir æfingar, strangara matarplan hefur verið nóg hingað til

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Ég lyfti 6x í viku
Mánudagur: Axlir,tvíhöfði, kviður
Þriðjudagur : Fætur
Miðvikudagur: Bak, trappi, kviður
Fimmtudagur: Brjóst, gluteus
Föstudagur: Axlir, kviður
Laugardagur: Hamstring, gluteus
Sunnudagur: Frí

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju?

Fætur af því að það þarf ég að bæta mest, en einnig axlir af því að þar er ég sterkust.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Hnébeygjur  

Auður JónaHefurðu farið á pósunámskeið? Ef svo myndirðu mæla með því?

Fór á pósunámskeið hjá Konna, Sif  Sveins. og Magga Sam. og mæli eindregið með því. Maður lærir ótrúlega margt af þessu fólki sem er þaulreynt í þessu fagi.
Með því að mæta veður maður orðinn svo vanur að æfa á bikiní og hælum að þegar á sviðið er  komið er maður fullur af sjálfsöryggi og ekkert stress eða ruglingur. Einnig hjálpa þau manni að velja pósur sem henta hverjum og einum svo að maður sýnir sem best sína kosti.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

2 mánuði þar sem ég fer eftir strangara matarplani.

Vigtaðu matinn í niðurskurði?

Ég veit hvað ég á að borða mörg grömm til að fá nóg prótein í hverri máltíð svo ég  áætla það rúmlega út frá þyndarmerkingunum á því sem ég kaupi.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður?

Held ég fái aldrei leið á kjúklingi.

En í offseason?

Pizza er alveg uppáhalds.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Prótein, CLA, Fjölvítamín og Amino energy.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Já vegna meiðslanna í fimleikum, það getur verið mikil hjálp frá þeim við andlegu hliðina.

Ferðu reglulega í nudd?

Nei það hef ég aldrei prófað.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir?

Já yfirleitt þegar ég æfi ein er ég með tónlist. Þá er það reggaton og  ýmis ræktarmix.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Mjög litla kolvetnislækkun og hleðsluna tek ég tveim dögum fyrir mót.

Tekurðu einhverja vatnslosun vikuna fyrir mót?

Nei enga.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Það er alltaf hægt að bæta eitthvað, ég þarf að aðallega að byggja upp rass og læri.

Auður JónaHvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Alveg hreint frábær, alltaf gaman að fylgjast með Íslendingum ná langt.

Hefurðu áhuga á að keppa meira erlendis? Ef svo, hvaða mót finnst þér mest spennandi?

Já það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og keppa á nýjum slóðum. En fyrst ætla ég að ná mér í smá reynslu hérna á Íslandi áður en lengra er haldið.

Hversu mikilvægt er að hafa styrktaraðila?

Það er hægt að keppa án þess að hafa styrk, ég keppti seinast með styrk frá World class og fékk baðstofu aðgang sem var mjög fínn bónus eftir æfingar.
Það getur lækkað kostnaðinn töluvert að hafa styrki og hef ég þess vegna ákveðið að sækja um fleiri fyrir næstu mót.

Hvaða styrktaraðila ertu með?

Fitnesssport, Hárlengingar.is og World class.

Ertu með einhver ráð fyrir þær stelpur / stráka sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Gefa sér tíma, að breyta og móta líkamann tekur langan tíma. Agi og þolinmæði er lykilatriði.
Fá sér góðan þjálfara með reynslu og/eða þekkingu í þínum flokki.
Fræðast um þetta eins og þú getur, ekki bara láta segja sér til, heldur sýna alvöru metnað og áhuga á því sem þú ert að gera.
Leggja sig 100% fram.

Eitthvað að lokum?

Til að ná árangri í þessu sporti þarftu að vera að gera þetta fyrir sjálfan þig. Ekki til að heilla aðra eða sanna þig.  Ekki leyfa neikvæðri umfjöllun að hafa áhrif á þig, þetta er ekki fyrir alla svo það munu alltaf einhverjir vera fúlir. Það var ótrúlega gaman að keppa og mikil reynsla sem á eftir að nýtast mér mikið. Ég mæli hiklaust með þessu ef fólk telur að þetta henti því.

myndbandið á youtbue