Arnór Hauksson

Arnór

Fæðingardagur: 26. maí 1992

Flokkur: Fitness unglinga og Vaxtarrækt unglinga

Keppnisbakgrunnur:
Fredrikstad-open 2013, Overall bodybuilding 1. sæti
Fredrikstad-open 2013, Vaxtarrækt -90kg 1. sæti
Loaded-cup 2013, Fitness-karla 5. sæti
Loaded-cup 2013, Vaxtrrækt-unglinga 1. sæti
Íslandsmót IFBB 2013, Vaxtarrækt-unglinga 1. sæti
Sandefjord-open 2012, Fitness-karla 5. sæti
Íslandsmót IFBB 2012, Fitness-unglinga 1. sæti
Bikarmót IFBB 2011, Fitness-unglinga 1. sæti

Hvað ertu að læra?

Er að ljúka við rafvirkjann  í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Og stefni á háskólanám eftir sumarið.

Hvernig gengur að sameina nám og æfingar?

Það hefur gengið mjög vel hingað til en auðvitað tekur það á stundum að sinna báðum hlutunum á sama tíma.

Hvers vegna ákvaðst þú að keppa í fyrsta sinn?

Vegna mjög mikilla vöðva aukninga á stuttum tíma, þá ákvað ég að láta vaða á þetta án þess að vita hvað sportið snerist um.

Hvaða bakgrunn ertu með í íþróttum?

Ég hef iðkað margar íþróttir og keppt  frá því ég var krakki, hestaíþróttum, handbolta, skíðum, reiðhjólum og motocrossi.

Hvað varstu búin að æfa lengi áður en þú kepptir í fyrsta sinn?

Ég byrjaði að lyfta 15. júli 2011, og vann mitt fyrsta mót í nóvember 2011.

Finnst þér sem þinn bakgrunnur í íþróttum hafa hjálpað þér í fitness og vaxtarrækt?

Auðvitað gefa allar íþróttir einhvern grunn og ákveðinn þroska þegar það kemur að vöðvabyggingu.

Færðu stuðning frá fjölskyldu og vinum þegar þú ert í niðurskurði?

Fjölskyldan mín styður mig að fullu í þessu sporti og sýnir mér mikinn skilning. Sama með vinina en maður einangrast  örlítið frá vinahópnum þegar á niðurskurði stendur.

Hver eru markmið þín innan sportsins?

Enginn markmið þannig séð bara hafa gaman að þessu, og sjá hvað gerist.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í sportinu hér heima eða úti?

Ég reyni frekar að bæta mig og spá í sjálfum mér, heldur en að vera að hugsa um einhverja fræga útí heimi. Annars hefur Kai Greene alltaf heillað mig með flottum rútinum og pósum.

Hvar finnst þér best að æfa og af hverju?

Ég æfi alltaf í World-class laugum, vegna þess að þar er lang besta tækja úrvalið, mikið af skemmtilegu fólki til þess að spjalla við. Ég hef gaman að því að spjalla smá á milli setta og finnst það mjög gefandi að vera ekki bara einangraður á lóðin og hugsa um að reyna að verða sterkastur í heimi. Sálin þarf að vera í lagi til þess að vöðvarnir geti stækkað.

Æfirðu einn eða ertu með æfingafélaga?

Ég hef oftast æfingarfélaga en aldrei þann sama of lengi, maður fær fljótt leið.  Þegar nær dregur að móti og orkan fer að verða minni þá kýs ég að æfa einn.

Hvernig er týpískur dagur í þínu lífi?

Þegar ég er ekki í niðurskurði, þá er það að hitta vinina slaka á borða góðan mat æfa vel og njóta lífsins.

Hvað æfirðu oft í viku í niðurskurði?

Í niðurskurði myndi ég halda að ég æfi 12-14 sinnum á viku brennsla á morgnana og lyftingaræfing um kvöldið.

En offseason?

Offseason reyni ég að slaka meira á, æfa kannski 4-6 sinnum í viku. Vöðvar stækka mest í hvíld.

Hvað lyftirðu oft í viku og hvernig skiptirðu líkamanum niður?

Ég lyfti 5-7 sinnum í viku. Enginn vika er eins hjá mér. Ég æfi eftir hugafari, fer eftir því hvernig ég er stemmdur, hvað ég vil æfa og hvernig ég vil skipta líkamanum niður.

Hvaða líkamspart finnst þér skemmtilegast að æfa og af hverju? 

Bak og brjóst klárlega. Gott pump á bakæfingu lætur manni líða eins og kóngi í ríki sínu hehe.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Róður með V–haldfangi.

Hefurðu farið á pósunámskeið?

Ég hef farið þrisvar sinnum á pósunámskeið. Fer í hvert skipti fyrir hvert keppnistímabil. Eitt get ég sagt ykkur að maður verður aldrei nógu góður að pósa, maður bætir sig bara og verður betri pósari.

Hvað tekurðu langan tíma í niðurskurð?

10-12 vikur er algjört lágmark myndi ég segja. Byrja 12 vikum fyrir mót rólega, og á 8. viku þá er spítt í lófana og allt sett í botn.

Vigtar þú matinn í niðurskurði?

Já það er númer 1, 2 og 3 að passa að halda matarskömtunum jafn stórum, það er ekki gott að vera að róta of mikið í matarplaninu. Og þá líka fær líkaminn aðeins betra kick þegar þú ákveður að taka þér „nammi“ dag.

Hver er uppáhalds máltíðin þín þegar þú ert að skera niður? 

Ég borða 5-7 fullar máltiðir á dag í niðurskurði þannig ég myndi segja að uppáhalds máltíðinn væri ljúfeng pizza eða hamborgari á nammidegi.

En í offseason?

Ég borða ekki eftir neinu plani off-season ég borða það sem ég vill þegar mér hentar, en passa þó að borða rétt fyrir æfingar og eftir æfingar til að fá hámarks árangur út úr æfingum.

Hvaða fæðubótarefni notarðu?

Prótein, Bcaa, No-xplode, Glutamine, Beta alaine og svo hef ég verið að nota Glucosa mikið.

Hefurðu farið til íþróttasálfræðings?

Nei það hef ég ekki, en ég neita því ekki að stundum væri gott kannski fyrir mann að leita ráða hjá íþróttasálfræðingi.

Ferðu reglulega í nudd?

Einu sinni i viku í niðurskurði fer ég í nudd hjá meistara Einari Carl.

Hlustarðu á tónlist þegar þú æfir? 

Já rólega tónlist, píkupopp eins og flestir myndu kalla það.

Tekurðu kolvetnislækkun og hleðslu síðustu vikuna fyrir mót?

Já mér finnst það gefa rosalega mikið að taka 1-2 kolvetnislausa daga fyrir upphleðslu, bæði þurrkar mann og gefur svo betra kick þegar maður hendir inn kolvetnunum.

Hvað finnst þér þú þurfa að bæta fyrir næsta mót?

Bakið á mér, breikka og fá meiri þykkt í það, kannski stækka bicepin örlítið.

Hvað finnst þér um þennan frábæra árangur sem íslenskir keppendur eru að ná á erlendum mótum?

Mér finnst það bara glæsilegt. Við þessi litla þjóð að taka topp sæti á erlendum mótum, gæti ekki verið flottara.

Hefurðu áhuga á að keppa meira erlendis?

Já það hefur alltaf verið draumur að stíga inn á svið á Arnold mótinu.

Hversu mikilvægt er að hafa sponsa?

Hérna á Íslandi, miðað við hvernig flestir sponsar eru þá myndi ég telja þá tilgangslausa. En auðvitað eru sum fyrirtæki sem gefa góða sponsa og þeir eru ómetanlegir. Bara svona ef ég tek mig sem dæmi þá var ég var mað 8 sponsa í fyrra en aðeins 4 núna í ár. Ég ákvað að vilja ekki þiggja styrk frá þessum hinum fjórum einfaldlega vegna þess að það hafði nánsast ekkert upp úr sér.

Hvaða sponsa ertu með? 

Perform.is þeir hafa styrkt mig frá því að ég byrjaði í þessu sporti, Serrano, Trimform Berglingar og World Class.

Ertu með einhver ráð fyrir þá stráka sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessu sporti?

Leitið ykkur hjálpar hjá einkaþjálfara, ekki bara einhverjum. Finnið þjálfara með reynslu og þekkingu á þessu sviði. Það eru svo endlausar spurningar sem maður hefur og þarf að fá svör við fyrir mót.

Eitthvað að lokum?

Takk fyrir mig :)!