Ingrid Romero
Ingrid Romero

Ingrid Romero fitness seminar í Laugum

19 October 2012 Konráð Valur Gíslason

Ingrid Romero heldur fitness seminar í World class laugum 9. nóvember, daginn eftir námskeiðið hjá Larissu Reis.

Ingrid mun fara yfir atriði eins og hvað dómarar leita eftir í fari keppenda, pósur og sviðsframkomu, mataræði og æfingar og hvernig sé best að koma sér á framfæri í fitness heiminum.

Ingrid Romero hefur átt stuttan en ansi farsælan keppnisferil en hún hlaut strax mikla eftirtekt á sínu fyrsta móti árið 2010 þar sem hún hlaut fyrsta sætið ásamt að vinna "overall" titilinn. Hún hefur sex sinnum unnið fyrsta sætið á hinum ýmsu mótum og þar af vann hún Bikini Fitness flokkinn ásamt "overall" á Arnold Classic Amateur 2011. Ingrid er því orðin eitt heitasta Bikini Fitness módelið í dag.

 

Upplýsingar um námskeiðið:

World Class Laugar - 9. nóvember
kl. 17.00 - 21.00
Verð kr. 19.900

Skráning og upplýsingar fást hjá World Class.